Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 19:43 Sigtryggur Ari ásamt dóttur sinni, Þórdísi Önnu. Aðsend Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira