Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 19:43 Sigtryggur Ari ásamt dóttur sinni, Þórdísi Önnu. Aðsend Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira