Redkin, sem er 55 ára, sagðist í yfirlýsingu til fjölmiðla að atvikið hefði borið að með þeim hætti að hann hefði heyrt að það væri björn við ruslahauga í þorpinu Ozernovsky í Kamchatka.
Hann hefði skotið að dýrinu en komist að því seinna að maður hefði orðið fyrir byssuskoti á svæðinu á sama tíma. Hinn særði, sem var 30 ára, lést af sárum sínum.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Redkin er meðeigandi í nokkrum stórfyrirtækjum á Kamchatka-skaganum. Hann segist munu sætta sig við hvaða þá refsingu sem dómstólar ákvarða en þess ber að geta að fyrir atvikið tilheyrði hann sama flokk og Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Hann hefur nú sagt sig úr flokknum.
Redkin mun sæta stofufangelsi á meðan rannsóknin fer fram.