Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni.
Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið.
Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar.
Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn.
Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki.
Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því.
Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ
— billboard (@billboard) August 12, 2021
Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu.
Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér.
Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna.
All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx
— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021
Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður.
Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu.