Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira