Langtímaáhrifin af Covid alls ekki „svolítið ýkt“ Karen Róbertsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:01 Þann 11. ágúst var birt brot úr viðtali við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á Vísi. Þar fullyrðir Kári að langtímaáhrifin af Covid séu „í fyrsta lagi svolítið ýkt“, að „þau eru til staðar en eru sjaldgæf“, að bóluefnin „minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum“ og að „langtíma áhrif af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir.“ Þessar fullyrðingar gætu komið þeim á óvart sem eru að sækja endurhæfingu á Reykjalundi í Mosfellsbæ, á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit, þar sem það voru nú þegar biðlistar fram á haust út af fyrri bylgjum - þrátt fyrir að færri en 3% hefðu greinst hér á landi. Í Bretlandi voru þá þegar fleiri en 1 milljón manna að glíma við langvarandi eftirköst af völdum COVID-19 í apríl s.l. samkvæmt breska Office for National Statics (ONS), og fjöldinn er nú talinn vera fleiri en 2 milljónir manna samkvæmt REACT-2 rannsókninni. Langvarandi veikindi er mun algengari afleiðing hjá fólki sem sýnir einkenni sýkingar og er með jákvætt PCR-próf (með COVID-19), en með neikvætt PCR-próf (með annars konar smit). Heimild: UK Office of National Statistics. Það hafa verið gerðar mörg hundruð rannsóknir um tíðni langvarandi eftirkasta COVID-19, með niðurstöður oftast á milli 10% og nokkra tugi prósenta (eftir því hver og hvernig er mælt), og allt að 61% (52% meðal ungs og miðaldra fólks) í rannsókn í Noregi. Safngreining (e. meta-analysis) í vísindatímaritinu Nature fjallar um 226 rannsóknir á langvarandi áhrifum COVID-19 á fjölmörg kerfi mannslíkamans, og algeng einkenni og áhættuþætti eftir sýkingu - þar með talið meðal fólks sem var aðeins með “vægt” smit. Þótt SARS-CoV-2 veiran leggist til atlögu víða um líkamann og hafi margskonar slæm áhrif á líkamsstarfssemina (blóðtappar, myndun samfrumunga (e. syncytia), o.fl.) er áhrif COVID-19 á heilann sérstaklega mikið áhyggjuefni. Margskonar geðraskanir eru algengari eftir COVID-smiti. Heilatjón í grana fannst eftir COVID-19 smit, þar með talið eftir „væg” smit. Það sést lækkun í hugsunargetu eftir COVID-19 smit: -0,04SD án öndunareinkenna; -0,07SD með öndunareinkenni; -0,13SD með öndunaraðstoð heima; -0,26SD á spítala án öndunarvélar; og -0,47SD á öndunarvél. Til samanburðar er áhrif heilablóðfalls -0,24SD. Heimild: Hampshire et al (2021), Cognitive deficits in people who have recovered from COVID-19. Alþjóðleg Alzheimer-sjúkdómsráðstefna var haldin í Denver í júlí s.l. og mikið í umræðunni voru áhrif COVID-19 með tilliti til heilabilunar. Dæmi af rannsóknum sem voru ræddar þar: „Cognitive Impairment Correlates with Persistent Loss of Smell in Recovered COVID-19 Patients“ - Einstaklingar sem misstu lyktarskyn voru rannsakaðir í 3-6 mánuði eftir bötnun. Meira en helmingur átti erfitt með gleymsku og 1 af 4 voru með alvarlegar hugsanatruflanir. Alvarleikinn tengdist því að missa lyktarskynið, en ekki alvarleika sjúkdómsins í upphafi. „COVID-19 Infection Associated with Uptick in Alzheimer’s Biomarkers in the Blood“ - prótín sem einkenna Alzheimer-sjúkdóminn - t-tau, NfL, GFAP, pTau-181, og UCH-L1 - mældust hærri í þeim sem misstu hugsunargetu og/eða urðu fyrir hugsanatruflunum eftir COVID-19 smit. Það voru líka ábendingar um raskanir við blóð-heilaþröskuldinn og taugungstjón. Samkvæmt Heather M. Snyder, forstjóra Alzheimers Association, „Þessi nýu gögn benda á óhugnanlegar atburðarásir sem leiða til langvarandi hugsunartruflana og jafnvel Alzheimer-sjúkdóms.“ Er fullbólusett fólk vel verndað, eins og Kári fullyrðir? Það hafa verið sambærilega fáar rannsóknir um það, því það tekur tíma að rannsaka langvarandi áhrif; og bólusetning hefur ekki verið víða í notkun í langan tíma. Fyrsta rannsóknin til að birtast er meðal fullbólusettra ísraelskra heilbrigðisstarfsmanna. Flest smit voru afar væg, en samt lentu 19% í langvarandi veikindum. Það var ekki aðeins áhrif á lífsgæði, heldur starfsgetu - af 39 sem smituðust þrátt fyrir Pfizer-bólusetningu, tók það 9 einstaklinga meira en 10 dagar eftir bötnun til að geta farið að vinna aftur, 5 meira en 14 dagar, og einn gat ekki snúið aftur til vinnu. Þessi rannsókn var gerð fyrir tilkomu Delta-afbrigðsins, þegar rof-smit (e. breakthrough infection) voru ennþá sjaldgæf. Langvarandi eftirköst COVID-19 eru fjölbreytt. Sumir missa bragð- og/eða lyktarskyn, eins og fyrrverandi herbergisfélagi minn, og Víðir okkur sjálfur. Hjá sumum er það alvarlegra, eins og hjá vinkonu minni í Sviss sem var lögð inn í desember, fór aldrei í öndunarvél, en er samt ennþá að glíma við langvarandi lungnabólgu. Aðrir fá síþreytu, heilaþoku, suð í eyrum, o.fl. Einkenni skána lítið eftir 12 vikur samkvæmt stóru REACT-1 rannsókninni, þar sem langflest smit voru væg; 1 af hverjum 3 sögðu að það hefði haft „merkileg áhrif á daglegt líf“. Heimild: REACT-1 Það er vert að benda á að tíðni innlagna eftir bötnun af COVID-19 sýkingu er mjög há. 1 af 3 sem lagðir voru inn vegna COVID-19 sýkingar í Englandi voru lagðir aftur inn (og 1 af 10 lést) innan við 5-6 mánuðum síðar. Þessi tíðni er 4-8 sinnum hærri en í jafningjahópnum, sem var vel paraður með tilliti til margra áhættuþátta. Áhrif COVID-19 var mest hjá fólki sem var yngra en 70 ára. Heimild: BMJ 2021;372:n693. Post-covid syndrome in individuals admitted to hospital with covid-19: retrospective cohort study. Nokkrar orsakir fyrir langvarandi afleiðingum COVID-19 liggja undir grun. Til dæmis einkennist tjón í lungum meðal annars af blóðtöppum (SARS-CoV-2 ræðst á blóðþrýstingsprótín, ACE2) og langvarandi samfrumungum með mælanlegu veiru-mRNA. Nokkrar rannsóknir hafa lagt grunn að því að COVID-19 ræðst beint á heilann; aðrar hafa fundið óvenjulega háa tíðni af sjálfsónæmisvaldandi mótefni, t.d. andkjarnaefni og and-TG/and-CCP efni. Sjálfsónæmi virðist vera aðferð sem veiran notar til að hindra ónæmiskerfið, og það er nú verið að vinna í því að búa til blóðprufu til þess að greina langvarandi eftirköst COVID-19 vegna þessa. Við metum vinnuna mjög mikils sem Kári hefur gert í genagreiningu og skimun, sérstaklega í fyrstu bylgjunni. En ég hvet hann til að kynna sér rannsóknirnar um langvarandi eftirköst COVID-19, sérstaklega tíðni og alvarleika þeirra (þar með talið eftir mild smit), áður en hann fullyrðir meira um það í fjölmiðlum. Það eru margir mjög færir rannsókna- og vísindamenn að vinna á þessu sviði sem væru eflaust ánægðir að spjalla við hann um málið. Höfundur starfaði áður í BIRN (Biomedical Informatics Research Network) í heilarannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 11. ágúst var birt brot úr viðtali við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á Vísi. Þar fullyrðir Kári að langtímaáhrifin af Covid séu „í fyrsta lagi svolítið ýkt“, að „þau eru til staðar en eru sjaldgæf“, að bóluefnin „minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum“ og að „langtíma áhrif af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir.“ Þessar fullyrðingar gætu komið þeim á óvart sem eru að sækja endurhæfingu á Reykjalundi í Mosfellsbæ, á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit, þar sem það voru nú þegar biðlistar fram á haust út af fyrri bylgjum - þrátt fyrir að færri en 3% hefðu greinst hér á landi. Í Bretlandi voru þá þegar fleiri en 1 milljón manna að glíma við langvarandi eftirköst af völdum COVID-19 í apríl s.l. samkvæmt breska Office for National Statics (ONS), og fjöldinn er nú talinn vera fleiri en 2 milljónir manna samkvæmt REACT-2 rannsókninni. Langvarandi veikindi er mun algengari afleiðing hjá fólki sem sýnir einkenni sýkingar og er með jákvætt PCR-próf (með COVID-19), en með neikvætt PCR-próf (með annars konar smit). Heimild: UK Office of National Statistics. Það hafa verið gerðar mörg hundruð rannsóknir um tíðni langvarandi eftirkasta COVID-19, með niðurstöður oftast á milli 10% og nokkra tugi prósenta (eftir því hver og hvernig er mælt), og allt að 61% (52% meðal ungs og miðaldra fólks) í rannsókn í Noregi. Safngreining (e. meta-analysis) í vísindatímaritinu Nature fjallar um 226 rannsóknir á langvarandi áhrifum COVID-19 á fjölmörg kerfi mannslíkamans, og algeng einkenni og áhættuþætti eftir sýkingu - þar með talið meðal fólks sem var aðeins með “vægt” smit. Þótt SARS-CoV-2 veiran leggist til atlögu víða um líkamann og hafi margskonar slæm áhrif á líkamsstarfssemina (blóðtappar, myndun samfrumunga (e. syncytia), o.fl.) er áhrif COVID-19 á heilann sérstaklega mikið áhyggjuefni. Margskonar geðraskanir eru algengari eftir COVID-smiti. Heilatjón í grana fannst eftir COVID-19 smit, þar með talið eftir „væg” smit. Það sést lækkun í hugsunargetu eftir COVID-19 smit: -0,04SD án öndunareinkenna; -0,07SD með öndunareinkenni; -0,13SD með öndunaraðstoð heima; -0,26SD á spítala án öndunarvélar; og -0,47SD á öndunarvél. Til samanburðar er áhrif heilablóðfalls -0,24SD. Heimild: Hampshire et al (2021), Cognitive deficits in people who have recovered from COVID-19. Alþjóðleg Alzheimer-sjúkdómsráðstefna var haldin í Denver í júlí s.l. og mikið í umræðunni voru áhrif COVID-19 með tilliti til heilabilunar. Dæmi af rannsóknum sem voru ræddar þar: „Cognitive Impairment Correlates with Persistent Loss of Smell in Recovered COVID-19 Patients“ - Einstaklingar sem misstu lyktarskyn voru rannsakaðir í 3-6 mánuði eftir bötnun. Meira en helmingur átti erfitt með gleymsku og 1 af 4 voru með alvarlegar hugsanatruflanir. Alvarleikinn tengdist því að missa lyktarskynið, en ekki alvarleika sjúkdómsins í upphafi. „COVID-19 Infection Associated with Uptick in Alzheimer’s Biomarkers in the Blood“ - prótín sem einkenna Alzheimer-sjúkdóminn - t-tau, NfL, GFAP, pTau-181, og UCH-L1 - mældust hærri í þeim sem misstu hugsunargetu og/eða urðu fyrir hugsanatruflunum eftir COVID-19 smit. Það voru líka ábendingar um raskanir við blóð-heilaþröskuldinn og taugungstjón. Samkvæmt Heather M. Snyder, forstjóra Alzheimers Association, „Þessi nýu gögn benda á óhugnanlegar atburðarásir sem leiða til langvarandi hugsunartruflana og jafnvel Alzheimer-sjúkdóms.“ Er fullbólusett fólk vel verndað, eins og Kári fullyrðir? Það hafa verið sambærilega fáar rannsóknir um það, því það tekur tíma að rannsaka langvarandi áhrif; og bólusetning hefur ekki verið víða í notkun í langan tíma. Fyrsta rannsóknin til að birtast er meðal fullbólusettra ísraelskra heilbrigðisstarfsmanna. Flest smit voru afar væg, en samt lentu 19% í langvarandi veikindum. Það var ekki aðeins áhrif á lífsgæði, heldur starfsgetu - af 39 sem smituðust þrátt fyrir Pfizer-bólusetningu, tók það 9 einstaklinga meira en 10 dagar eftir bötnun til að geta farið að vinna aftur, 5 meira en 14 dagar, og einn gat ekki snúið aftur til vinnu. Þessi rannsókn var gerð fyrir tilkomu Delta-afbrigðsins, þegar rof-smit (e. breakthrough infection) voru ennþá sjaldgæf. Langvarandi eftirköst COVID-19 eru fjölbreytt. Sumir missa bragð- og/eða lyktarskyn, eins og fyrrverandi herbergisfélagi minn, og Víðir okkur sjálfur. Hjá sumum er það alvarlegra, eins og hjá vinkonu minni í Sviss sem var lögð inn í desember, fór aldrei í öndunarvél, en er samt ennþá að glíma við langvarandi lungnabólgu. Aðrir fá síþreytu, heilaþoku, suð í eyrum, o.fl. Einkenni skána lítið eftir 12 vikur samkvæmt stóru REACT-1 rannsókninni, þar sem langflest smit voru væg; 1 af hverjum 3 sögðu að það hefði haft „merkileg áhrif á daglegt líf“. Heimild: REACT-1 Það er vert að benda á að tíðni innlagna eftir bötnun af COVID-19 sýkingu er mjög há. 1 af 3 sem lagðir voru inn vegna COVID-19 sýkingar í Englandi voru lagðir aftur inn (og 1 af 10 lést) innan við 5-6 mánuðum síðar. Þessi tíðni er 4-8 sinnum hærri en í jafningjahópnum, sem var vel paraður með tilliti til margra áhættuþátta. Áhrif COVID-19 var mest hjá fólki sem var yngra en 70 ára. Heimild: BMJ 2021;372:n693. Post-covid syndrome in individuals admitted to hospital with covid-19: retrospective cohort study. Nokkrar orsakir fyrir langvarandi afleiðingum COVID-19 liggja undir grun. Til dæmis einkennist tjón í lungum meðal annars af blóðtöppum (SARS-CoV-2 ræðst á blóðþrýstingsprótín, ACE2) og langvarandi samfrumungum með mælanlegu veiru-mRNA. Nokkrar rannsóknir hafa lagt grunn að því að COVID-19 ræðst beint á heilann; aðrar hafa fundið óvenjulega háa tíðni af sjálfsónæmisvaldandi mótefni, t.d. andkjarnaefni og and-TG/and-CCP efni. Sjálfsónæmi virðist vera aðferð sem veiran notar til að hindra ónæmiskerfið, og það er nú verið að vinna í því að búa til blóðprufu til þess að greina langvarandi eftirköst COVID-19 vegna þessa. Við metum vinnuna mjög mikils sem Kári hefur gert í genagreiningu og skimun, sérstaklega í fyrstu bylgjunni. En ég hvet hann til að kynna sér rannsóknirnar um langvarandi eftirköst COVID-19, sérstaklega tíðni og alvarleika þeirra (þar með talið eftir mild smit), áður en hann fullyrðir meira um það í fjölmiðlum. Það eru margir mjög færir rannsókna- og vísindamenn að vinna á þessu sviði sem væru eflaust ánægðir að spjalla við hann um málið. Höfundur starfaði áður í BIRN (Biomedical Informatics Research Network) í heilarannsóknum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun