Bréf til minnar kynslóðar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:00 Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun