Sport

Dagskráin í dag: Golf og risaleikur í Pepsi Max deild kvenna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik og Valur mætast í risaleik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Breiðablik og Valur mætast í risaleik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Við bjóðum upp á fjórar beinar útsendingar á sportrásum okkar í dag. Hægt verður að fylgjast með þrem golfmótum frá morgni til kvölds, og svo er líklega stærsti leikur tímabilsins í Pepsi Max deild kvenna þegar að Breiðablik tekur á móti Val í toppslag deildarinnar.

Dagurinn byrjar klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 4 þar sem að sýnt verður frá öðrum degi Cazoo Classic, en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golfið heldur áfram að rúlla á Stöð 2 Golf, en klukkan 14:00 hefst útsending frá Trust Golf Women's Scottish Open. Að þeirri útsendingu lokinni tekur Wyndham Championship við klukkan 19:00 á sömu rás.

Risaleikur Pepsi Max deildar kvenna er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 19:00 þegar að Breiðablik tekur á móti Val.

Valskonur eru á toppi deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik í öðru sæti. Nú er farið að síga á seinni hluta tímabilsins, og Breiðablik þarf virkilega á sigri að halda til að setja spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur ná sjö stiga forystu með sigri, en eftir leikinn í kvöld eru aðeins níu stig eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×