Lífið

74 ára göngu­garpur nálgast þrjú þúsund ferðir á Úlfars­­fell

Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Það eru fáir ef einhverjir eins kunnir Úlfarsfelli og Sigmundur Stefánsson.
Það eru fáir ef einhverjir eins kunnir Úlfarsfelli og Sigmundur Stefánsson. stöð 2

Sig­mundur Stefáns­son, 74 ára göngu­garpur, viður­kennir að göngur sínar á Úlfars­fell séu orðnar að hálf­gerðri á­ráttu. Hann hefur gengið á topp fjallsins yfir 2.700 sinnum.

„Ég hafði stundað sund nokkuð reglu­lega en var orðinn leiður á því að vera alltaf á kafi í vatni þegar ég var að hreyfa mig,“ sagði Sig­mundur í sam­tali við frétta­mann Stöðvar 2, sem hélt upp á tind Úlfars­fells í kvöld til að hitta á kappann.

Sam­tal þeirra má sjá hér að neðan:

Sig­mundur hóf ferðir sínar á fjallið árið 2006. Hann á­kvað þá að fara hundrað ferðir á ári.

„Síðan hefur þetta undið svona upp á sig. Ég hef verið mjög á­nægður að taka þessa á­kvörðun. Mér finnst meira gaman að labba upp í móti en að labba á jafn­sléttu og mér hefur fundist þetta góð hreyfing,“ segir hann.

„Ég hef notið þess að ganga hérna og ætla að reyna að halda á­fram á meðan ég get.“

Er þetta á­kveðin keppni eða ein­hver þrá­hyggja?

„Það má kannski segja að þetta sé að þróast yfir í svo­litla þrá­hyggju… ég verð eigin­lega að viður­kenna það,“ svarar Sig­mundur.

„Ég reyni að fjölga ferðum á hverju ári. Ég ætla að vona að ég slái eitt­hvert met á þessu ári, ef allt gengur að óskum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.