Samsung-erfinginn á reynslulausn Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 08:01 Hinn 53 ára Lee Jae-yong ræddi við fjölmiðlaeftir að honum var sleppt í morgun. AP Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018. Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018.
Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27
Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46