Innlent

Þriðjungur sjúklinga á Vogi og Vík óbólusettur

Heimir Már Pétursson skrifar
Sjúkrahúsið Vogur.
Sjúkrahúsið Vogur. Vísir/Vilhelm

SÁÁ hóf í þessari viku að aðstoða óbólusetta og hálfbólusetta skjólstæðinga sína við að fara í bólusetningu.

Þóra Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri á Vogi segir sjúklinga á Vogi almennt vel varða gegn sjúkdómum á borð við Covid-19 enda séu þeir flestir í áhættuhópi. 

Margir reyki og séu því með viðkvæm lungu og einnig glími margir við sykursýki, háan blóðþrýsting eða séu of þungir sem allt auki áhættu. 

Komið hafi á daginn og komið nokkuð á óvart að töluvert margir sem nú lægju inni á Vogi eða Vík væru óbólusettir eða hálfbólusettir eða 25 til 30 prósent fólks. Það væri almennt eðli veikinda fólks með virkan fíknisjúkdóm að það sinnti ekki almennu heilsufari sínu nógu vel. 

Þóra segir að í vikunni hefði starfsfólk SÁÁ byrjað að skima fólk sem væri hálfbólusett eða óbólusett og boðið því um leið aðstoð við að komast í bólusetningu og hafi samstarfið við Heilsugæsluna í þeim efnum gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×