Sport

Dagskráin í dag: Golf, enska 1. deildin og Íslendingaslagur í Svíþjóð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane og liðsfélagar hennar mæta AIK í sænsku úrvalsdeildinni.
Sveindís Jane og liðsfélagar hennar mæta AIK í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm

Það eru tveir leikir í ensku 1. deildinni, tvö golfmót og Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar að AIK tekur á móti Kristianstad á dagskrá sportstöðva okkar í dag.

Við byrjum daginn á viðuregin Peterborough og Derby í ensku 1. deildinni. Útsending hefst klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Hinn leikur dagsins í ensku 1. deildinni er á dagskrá klukkan 18:55 á sömu rás, þar sem að Swansea tekur á móti Sheffield United.

Stöð 2 Golf sýnir frá tveimur golfmótum í dag. Trust Golf Women's Scottish Open, eða opna skoska, er á dagskrá klukkan 13:00. Fjórum tímu seinna, eða klukkan 17:00 tekur svo þriðji dagur Wyndham Championship við.

Klukkan 13:55 hefst útsending frá Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinn í knattspyrnu þar sem að AIK tekur á móti Kristianstad. Hallbera Gísladóttir er á mála hjá AIK, en hún tekur á móti Sveindísi Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir. Þjálfari Kristianstad er sem fyrr Elísabet Gunnarsdóttir.

Upplýsingar um beinar útsendingar næstu daga má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×