Einar Jónsson segir að Olís deildin hafi ekki verið jafn sterk í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2021 19:16 Einar Jónsson gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013, en hann mun stýra liðinu á komandi leiktíð. Mynd/Skjáskot Einar Jónsson mun stýra Fram í Olís deild karla á komandi tímabili. Hann tekur við keflinu af Sebastan Alexandersyni, en Einar gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013. „Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira