Einar Jónsson segir að Olís deildin hafi ekki verið jafn sterk í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2021 19:16 Einar Jónsson gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013, en hann mun stýra liðinu á komandi leiktíð. Mynd/Skjáskot Einar Jónsson mun stýra Fram í Olís deild karla á komandi tímabili. Hann tekur við keflinu af Sebastan Alexandersyni, en Einar gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013. „Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti