Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:13 Fólk tekur föstudeginum þrettánda misalvarlega. Hér má sjá mynd í tengslum við sérstaka hryllingsgöngu sem haldin var í Sankti Pétursborg föstudaginn 13. september árið 2019 Getty/Olga Maltseva Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. „Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“ Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“
Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira