Alvöru McKinsey Halldór Auðar Svansson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun