Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 12:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Júlíus Sigurjónsson Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. „Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sjá meira
„Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sjá meira