Sport

Dagskráin í dag - Reykjavíkurslagur í Lautinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fylkir ÍA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ
Fylkir ÍA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ

Sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lýkur í kvöld með þremur leikjum og verður umferðin öll gerð upp í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Stúkan verður á dagskrá strax í kjölfar leiks Fylkis og Víkings sem mætast á heimavelli Fylkis í Árbænum í virkilega mikilvægum leik fyrir bæði lið.

Fylkismenn hafa færst nær fallsvæðinu síðustu vikurnar en Víkingar eru það lið sem virðist helst geta veitt Val og Breiðablik keppni um efsta sæti deildarinnar.

Á sama tíma verða tveir leikir í Kópavogi þar sem HK tekur á móti KR í Kórnum á meðan Breiðablik fær ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll. Hægt er að fylgjast með báðum leikjum á stod2.is.

Vikulegur þáttur GameTíví verður einnig á sínum stað á Stöð 2 ESport klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×