Að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika Ástþór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2021 18:00 Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja. En það er orð, hugtak eða einkenni persónuleikans sem oftast er lykill að árangri í námi, starfi, íþróttum, tónlist, tómstundum eða öðru sem tengist lífinu. Enda skilgreinist þrautseigja sem að gefast ekki upp þrátt fyrir að okkur mistakist. Þannig alveg sama hversu oft við gerum mistök þá er það góður vegvísir að, að hlutirnir heppnist að lokum. Þetta getur verið erfitt viðureignar vegna þess að mistök litast oft af því að við séum mistæk, okkur sé ekki ætlað að ná þessu, þetta sé einum of erfitt og við ættum í raun og veru að láta þetta eiga sig og gefast upp. Það er oft sterk tilhneiging fyrir því að horfa á verkefni í fjarlægðinni með þessum hætti, að því að hlutirnir eru ekki að fara gerast í dag, eftir viku, eftir mánuð heldur eftir einhvern óákveðinn tíma. Eins og leikkonan Julie Andrews sagði: „Þrautseigja er að mistakast nítján sinnum en ná því í tuttugasta sinn“ (Ólafsson, 2021). Þannig tíminn er óútreiknanlegur! Yfirfærum þetta á skólakerfið og horfum til grunnskólanna sem eru að fara byrja aftur. Þá eru þetta veigamikil orð fyrir alla aðila sem koma að nemendum. Þótt hlutirnir séu ekki að ganga upp akkúrat núna! Þá séu þeir að fara virka seinna meir. Þá skiptir máli að foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur séu meðvitaðir um að svo sé. Vegna þess að við höfum fært okkur einum of mikið yfir á að mistök séu ekki leyfileg og að allir eiga að vera fullkomnir. Í þessu samhengi getum við horft til samfélagsmiðlanna hvernig þeir eru uppsettir af miklu leytinu til. En þar er búið að búa til hliðstæðan veruleika sem er í engu samræmi raunveruleikann. Þar sem þessi fyrrnefndi veruleiki er hvorki fiskur né fugl heldur einhver ímyndaður veruleiki þar sem hið fullkomna ræðu ríkjum. Þar er verið að afvegaleiða sjálfan einstaklinginn, breyta honum og bæta einhverju öðru við til að fanga þessa fullkomnustu (sem vissulega er hið óendanlega). Þessu tengt er þessi útlitsdýrkun sem einmitt einkennist af þessum hliðstæða veruleika og einkennir samfélagið þar sem fullorðið fólk er að stíla inn á þennan veruleika sem endurspeglast til nemendanna. Skilaboðin eru skýr! Fegurð til fullkomnustu skiptir meira máli en að vera manneskja sem gerir mistök vegna þess að mistök í þessum hliðstæða veruleika eru nánast óboðleg. Þannig foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og aðrir eru stöðugt að impra á að þessi veruleiki sé ekki hinn sanni veruleiki þannig að hugarheimur nemendanna verður ekki að einhverri brenglun sem hefur engar stoðir í nútímanum nema hægt og bítandi sem niðurbrot á sjálfsmyndinni. Ég veit að ég hljóma ýktur en sjálfsdýrkun með þessum hætti býður upp á leið að brotinni sjálfsmynd. En vitaskuld eru jákvæðir hlutir að eiga sér stað þarna en þá virðist vera erfitt að finna nálina í heystakknum! En við höfum líka aðrar leiðir til að vinna með þessu því ekki viljum við gera lítið úr þessum hliðstæða veruleika heldur kenna þeim að nota ákveðin verkfæri eða viðhorf til að lifa með í þessum veruleika. Þannig nemendur geta tekið þátt í honum en á sama tíma ekki tekið því bókstaflega að þessi veruleiki er hinn sanni veruleiki. Að nemendur fá að hugsa og hegða sér með skeikulum hætti í þessari sjálfsdýrkunar sýn. Vegna þess að við viljum kenna þeim að greina á milli þess jákvæða og neikvæða. Þannig að við færum okkur nær þeim veruleika að það er allt í lagi að vera frávik hvort sem það er útlit, hugsun, hegðun og hvernig við mætum verkefnum lífsins. Þar kemur þrautseigja sterklega til leiks enda á orðið, hugtakið eða persónuleikaeinkennið litla tengingu við þennan hliðstæða veruleika heldur meira við raunveruleikann. Vegna þess að persónuleikaeinkennið tengist raunverulegri mynd lífsins. Að mistök eru að gerast á hverjum degi og það er ekkert skömmustulegt við það. Vegna þess að við getum þjálfað okkur í að læra að horfa á að mistök sé partur af því að verða betri í einhverju. Lært og þjálfað okkur í að horfa á mistök sem vegvísir að því að læra og skilji eitthvað og geta nýtt sér það til að ná árangri. Með þessu getum við farið að byggja upp sterka nemendur sem horfa á sig sem ferli ekki sem tímabundið tímabil. Vegna þess að við verðum ekki góð í einhverju, alveg sama hvað það er, með nokkrum tilraunum. Heldur verðum við að halda stöðugt áfram hvort sem við horfum til stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinum, íþrótta, tónlistar, tómstundar o.s.frv. Þetta krefst mikilla vinnu, tíma, og fjöldann allan af mistökum. Eins og kínverski heimspekingurinn Konfúsíus sagði: „Okkar sætasti sigur er ekki að gera aldrei mistök heldur ekki hætta þótt okkur mistakist (Ólafsson, 2021). Þannig leyfum nemendum að gera mistök, leyfum nemendum líka að læra af sínum mistökum og leyfum nemendum að sjá að mistök er góður vegvísir að því að læra, skilja og ná árangri. Með þessu kennum við þeim að greina auðveldlega á milli hliðstæða veruleikans og þeim raunverulega. Kennum þeim að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ástþór Ólafsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja. En það er orð, hugtak eða einkenni persónuleikans sem oftast er lykill að árangri í námi, starfi, íþróttum, tónlist, tómstundum eða öðru sem tengist lífinu. Enda skilgreinist þrautseigja sem að gefast ekki upp þrátt fyrir að okkur mistakist. Þannig alveg sama hversu oft við gerum mistök þá er það góður vegvísir að, að hlutirnir heppnist að lokum. Þetta getur verið erfitt viðureignar vegna þess að mistök litast oft af því að við séum mistæk, okkur sé ekki ætlað að ná þessu, þetta sé einum of erfitt og við ættum í raun og veru að láta þetta eiga sig og gefast upp. Það er oft sterk tilhneiging fyrir því að horfa á verkefni í fjarlægðinni með þessum hætti, að því að hlutirnir eru ekki að fara gerast í dag, eftir viku, eftir mánuð heldur eftir einhvern óákveðinn tíma. Eins og leikkonan Julie Andrews sagði: „Þrautseigja er að mistakast nítján sinnum en ná því í tuttugasta sinn“ (Ólafsson, 2021). Þannig tíminn er óútreiknanlegur! Yfirfærum þetta á skólakerfið og horfum til grunnskólanna sem eru að fara byrja aftur. Þá eru þetta veigamikil orð fyrir alla aðila sem koma að nemendum. Þótt hlutirnir séu ekki að ganga upp akkúrat núna! Þá séu þeir að fara virka seinna meir. Þá skiptir máli að foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur séu meðvitaðir um að svo sé. Vegna þess að við höfum fært okkur einum of mikið yfir á að mistök séu ekki leyfileg og að allir eiga að vera fullkomnir. Í þessu samhengi getum við horft til samfélagsmiðlanna hvernig þeir eru uppsettir af miklu leytinu til. En þar er búið að búa til hliðstæðan veruleika sem er í engu samræmi raunveruleikann. Þar sem þessi fyrrnefndi veruleiki er hvorki fiskur né fugl heldur einhver ímyndaður veruleiki þar sem hið fullkomna ræðu ríkjum. Þar er verið að afvegaleiða sjálfan einstaklinginn, breyta honum og bæta einhverju öðru við til að fanga þessa fullkomnustu (sem vissulega er hið óendanlega). Þessu tengt er þessi útlitsdýrkun sem einmitt einkennist af þessum hliðstæða veruleika og einkennir samfélagið þar sem fullorðið fólk er að stíla inn á þennan veruleika sem endurspeglast til nemendanna. Skilaboðin eru skýr! Fegurð til fullkomnustu skiptir meira máli en að vera manneskja sem gerir mistök vegna þess að mistök í þessum hliðstæða veruleika eru nánast óboðleg. Þannig foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og aðrir eru stöðugt að impra á að þessi veruleiki sé ekki hinn sanni veruleiki þannig að hugarheimur nemendanna verður ekki að einhverri brenglun sem hefur engar stoðir í nútímanum nema hægt og bítandi sem niðurbrot á sjálfsmyndinni. Ég veit að ég hljóma ýktur en sjálfsdýrkun með þessum hætti býður upp á leið að brotinni sjálfsmynd. En vitaskuld eru jákvæðir hlutir að eiga sér stað þarna en þá virðist vera erfitt að finna nálina í heystakknum! En við höfum líka aðrar leiðir til að vinna með þessu því ekki viljum við gera lítið úr þessum hliðstæða veruleika heldur kenna þeim að nota ákveðin verkfæri eða viðhorf til að lifa með í þessum veruleika. Þannig nemendur geta tekið þátt í honum en á sama tíma ekki tekið því bókstaflega að þessi veruleiki er hinn sanni veruleiki. Að nemendur fá að hugsa og hegða sér með skeikulum hætti í þessari sjálfsdýrkunar sýn. Vegna þess að við viljum kenna þeim að greina á milli þess jákvæða og neikvæða. Þannig að við færum okkur nær þeim veruleika að það er allt í lagi að vera frávik hvort sem það er útlit, hugsun, hegðun og hvernig við mætum verkefnum lífsins. Þar kemur þrautseigja sterklega til leiks enda á orðið, hugtakið eða persónuleikaeinkennið litla tengingu við þennan hliðstæða veruleika heldur meira við raunveruleikann. Vegna þess að persónuleikaeinkennið tengist raunverulegri mynd lífsins. Að mistök eru að gerast á hverjum degi og það er ekkert skömmustulegt við það. Vegna þess að við getum þjálfað okkur í að læra að horfa á að mistök sé partur af því að verða betri í einhverju. Lært og þjálfað okkur í að horfa á mistök sem vegvísir að því að læra og skilji eitthvað og geta nýtt sér það til að ná árangri. Með þessu getum við farið að byggja upp sterka nemendur sem horfa á sig sem ferli ekki sem tímabundið tímabil. Vegna þess að við verðum ekki góð í einhverju, alveg sama hvað það er, með nokkrum tilraunum. Heldur verðum við að halda stöðugt áfram hvort sem við horfum til stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinum, íþrótta, tónlistar, tómstundar o.s.frv. Þetta krefst mikilla vinnu, tíma, og fjöldann allan af mistökum. Eins og kínverski heimspekingurinn Konfúsíus sagði: „Okkar sætasti sigur er ekki að gera aldrei mistök heldur ekki hætta þótt okkur mistakist (Ólafsson, 2021). Þannig leyfum nemendum að gera mistök, leyfum nemendum líka að læra af sínum mistökum og leyfum nemendum að sjá að mistök er góður vegvísir að því að læra, skilja og ná árangri. Með þessu kennum við þeim að greina auðveldlega á milli hliðstæða veruleikans og þeim raunverulega. Kennum þeim að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun