Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:12 Helga Vala er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31