Kosið verður 20. september. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkur Trudeau, sem nú stýrir minnihlutastjórn, gæti náð að mynda meirihlutastjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Stjórnarandstaðan sakar Trudeau um að boða til fimm vikna langrar kosningabaráttu í miðri nýjustu bylgju faraldursins til að tryggja sína eigin pólitísku hagsmuni.
Kosningarnar eru taldar munu snúast um hvernig ríkisstjórn Trudeau hefur tekist á við faraldurinn til þessa og um hvernig Kanada ætlar að byggja upp þegar honum lýkur. Efnahagsmál og lofslagsbreytingar eru einnig taldar verða ofarlega á baugi, ekki síst eftir mannskæðu hitabylgjuna sem gekk yfir Bresku Kólumbíu í júní.