Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 08:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. Vísir/Vilhelm „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira