Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 11:05 Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni. Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni.
Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira