Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 20:33 Talibanar hafa aftur náð völdum í Afganistan, tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott. EPA/JALIL REZAYEE Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“ Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“
Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01