Innlent

Skýjað og strekkingur syðst á landinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Veðrið kl. 12 í dag.
Veðrið kl. 12 í dag. Veðurstofa Íslands

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt 3-8 á sekúndu í dag en strekkingur um tíma syðst á landinu.

Skýjað og rigning eða súld með köflum víða um land og hiti 9 til 14 stig. 

Suðaustantil á landinu verður hins vegar þurrt og nokkuð bjart og þar gæti hitinn skriðið yfir 20 gráður eftir hádegi. Úrkomuminna í kvöld. 

Fremur hægur vindur og áfram skýjað á morgun og líkur á einhverjum dropum í flestum landshlutum þótt úrkoma verði hvergi mikil. 

Hiti 9 til 16 stig, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×