Losun frá jarðvarmastöðvum Landsvirkjunar fer minnkandi ár frá ári Jóna Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 10:00 Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Jarðhiti Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun