Á sjúkrahúsi eru 30 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 eins og í gær og áfram eru sex á gjörgæsludeild. Af þeim sem greindust í gær greindust 89 við einkennasýnatöku og fjórtán í sóttkvíar- og handahófsskimun.
Á sjúkrahúsi eru 30 sjúklingar innilggjandi vegna Covid-19 og fækkar um einn milli daga. Áfram eru sex á gjörgæsludeild. Af þeim sem greindust í gær voru 32 fullbólusettir eða 58 prósent.
Í einangrun eru nú 1.165 einstaklingar, fimm færri en í gær, og 2.244 í sóttkví sem er talsvert meira en í gær.
Einn greindist smitaður á landamærum og er niðurstöðu úr mótefnamælingu beðið.
Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða lokatölur gærdagsins en samkvæmt verklagi almannavarna verða tölurnar næst uppfærðar á morgun. Á sunnudag greindust 55 einstaklingar innanlands með Covid-19 en 32 þeirra voru fullbólusettir.
3.303 innanlandssýni voru tekin í gær sem var töluvert meira en um helgina eins og venjan er. Í gær voru tekin 311 landamærasýni. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita mælist nú 390,8 á hverja 100 þúsund íbúa og lækkar milli daga.
Fréttin hefur verið uppfærð.