Spítalinn í viðræðum við erlendar starfsmannaleigur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 12:00 Ólafur G. Skúlason er forstöðumaður skurðdeilda og gjörgæslu á Landspítala. Viðræður standa nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Þetta segir forstöðumaður á spítalanum sem fagnar samningi heilbrigðisráðherra og einkarekinna læknamiðstöðva en segir aðgerðina ekki duga til. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira