Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Árni Konráð Árnason skrifar 17. ágúst 2021 20:42 Eyjakonur eru sigurstranglegri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. Keflavík þurftu nauðsynlega á sigri að halda í leiknum en þær fengu seinast stig 19. Júní er þær unnu Tindastól 1-0. Bæði lið byrjuðu af krafti og voru í leit að sínu fyrsta marki. Keflavík þurfti ekki að leita lengi en á 11. mínútu kom sending inn fyrir vörn ÍBV á Natöshu Anasi. Guðný Geirsdóttir mætti Natöshu úr marki ÍBV en Natashi virtist ná að pota boltanum í Guðný og boltinn skaust vinstra megin við markið þar sem að engin önnur en Birgitta Hallgrímsdóttir var ein á auðum sjó og setti boltann snyrtilega í markið, 0-1 fyrir Keflavík og Birgitta að skora fyrsta mark sitt í sumar. Keflavíkurkonur voru mun líflegri í fyrri hálfleik en fengu í raun aldrei nein alvöru færi þó ógnin hafi verið til staðar. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks átti Olga Sevcova á 36. mínútu þegar að Viktorija Zaicikova átti frábæra fyrirgjöf, beint á Olgu sem að virtist snerta boltann fram hjá Tiffany í marki Keflavíkur en Tiffany virtist snerta lappirnar á Olgu. Óli Njáll Ingólfsson, dómari leiksins, var þó viss í sinni sök og ákvað að dæma ekki vítaspyrnu. Keflavík byrjaði seinni hálfleik líkt og þær gerðu í þeim fyrri, mun ákveðnari í sínum aðgerðum. Þær pressuðu á ÍBV og uppskáru hornspyrnu á 49. mínútu. Aníta Lind Daníelsdóttir tók hornspyrnuna og skoraði úr hornspyrnunni, 0-2 fyrir Keflavík. Því miður fyrir Anítu verður þetta eflaust skráð sem sjálfsmark hjá Guðný Geirsdóttur en hún blakaði boltanum inn í netið. Guðný hljóp beint að dómaranum og hélt því fram að brotið hefði verið á henni. Óli Njáll kærði sig lítið um andmæli Guðnýjar og gaf henni gult spjald. Það var síðan á 53. mínútu leiksins sem að Clara Sigurðardóttir var í sannkölluðu dauðafæri til þess að minnka muninn fyrir Eyjakonur. Boltinn ratar út í teig fyrir mitt markið þar sem að Clara var á auðum sjó, eina sem að hún þurfti að gera var að stýra boltanum í markið en hún setti boltann yfir markið. Á 67. mínútu leiksins slapp Birgitta Hallgrímsdóttir ein í gegn. Guðný Geirsdóttir kom út á móti henni og lentu þær saman fyrir utan teig. Í fyrstu virtist sem að Óli Njáll ætlaði ekki að dæma neitt en hann virtist fá orð í eyra frá aðstoðarmanni sínum og reif upp gula spjaldið. Guðný var því að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Keflavík tókst þó ekki að gera sér mat úr aukaspyrnunni sem að var á hættulegum stað. Auður Sveinbjörnsdóttir kom inn á milli stanganna hjá ÍBV og átti hún eftir að láta að sér kveða það sem eftir lifði leiks. Eyjakonur virtust fá einhverja auka orku við það að vera einum færri og pressuðu þær stíft á Keflavík. Það var síðan engin önnur en Auður Sveinbjörnsdóttir sem að þrumaði boltanum frá marki sínu, þvert yfir völlinn. Boltinn rataði á Þóru Björg Stefánsdóttir sem að keyrði á mark Keflavíkur og setti hann í hægra hornið og minnkaði muninn í 1-2. Antoinette Williams var næstum búin að jafna metin á 83. mínútu þegar að ÍBV fékk aukaspyrnu á miðjum velli. Antoinette gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í átt að marki Keflavíkur þar sem að boltinn endaði í slánni og þaðan yfir markið, þarna mátti litlu muna fyrir Keflavík. Eyjakonur héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur, einni færri. Það var Hanna Kallmaier sem að var í kjörstöðu til þess að sækja stig fyrir Eyjakonur á þriðju mínútu uppbótartíma þegar að fyrirgjöf barst á fjærstöng, en Hanna skallar hann rétt fram hjá markinu.Óli Njáll flautaði leikinn síðan af stuttu seinna og er ljóst að með þessum sigri kemst Keflavík upp úr fallsæti á markatölunni einni, en Fylkir sem að situr nú í fallsæti á markatölunni einni á leik til góða og mætir Selfoss á morgun. Af hverju vann Keflavík? Keflavík stjórnaði leiknum í 70. mínútur. Það var ekki fyrr en að ÍBV missir Guðný út af sem að þær virðast fá orku og vilja til þess að gera eitthvað í leiknum. Frá 70. mínútu má segja að Keflavík hafi verið heppnar að fá ekki mark á sig. Hverjar stóðu upp úr? Birgitta Hallgrímsdóttir var mjög lífleg í liði Keflavíkur, hún skoraði fyrsta mark Keflavíkur og var ein af ástæðum þess að Keflavík stjórnaði leiknum. Um það leyti sem að ÍBV vaknaði var þegar að Birgitta kom út af, en hún kom út af á 71. mínútu leiksins. Natasha var úti um allt á vellinum, hún tók þátt í sóknarleik Keflavíkur á köflum sem og stjórnaði hún liði sínu eins og herforingi í dag og á hrós skilið fyrir sinn leik. Hvað gekk illa? Eyjakonur mættu ekki til leiks fyrr en allt of seint. Þær náðu ekki að tengja saman sendingar og voru bara í brasi fyrstu 70. mínúturnar. Guðný Geirsdóttir átti ekki góðan dag í dag. Erfitt var að sjá hvort að það hafi verið brotið á henni í öðru marki Keflvíkinga en hún hefði hæglega getað gert betur. Hún fær gult spjald fyrir mótmæli sem að voru ekki að fara að breyta ákvörðun Óla Njáls og síðan annað gult fyrir brot á Birgittu Hallgrímsdóttur þar sem að hún var komin í skógarferð út úr teignum. Hvað gerist næst? Keflavík á erfitt verkefni fyrir höndum sér þegar að það fær Breiðablik í heimsókn 25. ágúst.ÍBV mætir á Selfoss 23. ágúst ÍBV Keflavík ÍF Pepsi Max-deild kvenna
Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. Keflavík þurftu nauðsynlega á sigri að halda í leiknum en þær fengu seinast stig 19. Júní er þær unnu Tindastól 1-0. Bæði lið byrjuðu af krafti og voru í leit að sínu fyrsta marki. Keflavík þurfti ekki að leita lengi en á 11. mínútu kom sending inn fyrir vörn ÍBV á Natöshu Anasi. Guðný Geirsdóttir mætti Natöshu úr marki ÍBV en Natashi virtist ná að pota boltanum í Guðný og boltinn skaust vinstra megin við markið þar sem að engin önnur en Birgitta Hallgrímsdóttir var ein á auðum sjó og setti boltann snyrtilega í markið, 0-1 fyrir Keflavík og Birgitta að skora fyrsta mark sitt í sumar. Keflavíkurkonur voru mun líflegri í fyrri hálfleik en fengu í raun aldrei nein alvöru færi þó ógnin hafi verið til staðar. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks átti Olga Sevcova á 36. mínútu þegar að Viktorija Zaicikova átti frábæra fyrirgjöf, beint á Olgu sem að virtist snerta boltann fram hjá Tiffany í marki Keflavíkur en Tiffany virtist snerta lappirnar á Olgu. Óli Njáll Ingólfsson, dómari leiksins, var þó viss í sinni sök og ákvað að dæma ekki vítaspyrnu. Keflavík byrjaði seinni hálfleik líkt og þær gerðu í þeim fyrri, mun ákveðnari í sínum aðgerðum. Þær pressuðu á ÍBV og uppskáru hornspyrnu á 49. mínútu. Aníta Lind Daníelsdóttir tók hornspyrnuna og skoraði úr hornspyrnunni, 0-2 fyrir Keflavík. Því miður fyrir Anítu verður þetta eflaust skráð sem sjálfsmark hjá Guðný Geirsdóttur en hún blakaði boltanum inn í netið. Guðný hljóp beint að dómaranum og hélt því fram að brotið hefði verið á henni. Óli Njáll kærði sig lítið um andmæli Guðnýjar og gaf henni gult spjald. Það var síðan á 53. mínútu leiksins sem að Clara Sigurðardóttir var í sannkölluðu dauðafæri til þess að minnka muninn fyrir Eyjakonur. Boltinn ratar út í teig fyrir mitt markið þar sem að Clara var á auðum sjó, eina sem að hún þurfti að gera var að stýra boltanum í markið en hún setti boltann yfir markið. Á 67. mínútu leiksins slapp Birgitta Hallgrímsdóttir ein í gegn. Guðný Geirsdóttir kom út á móti henni og lentu þær saman fyrir utan teig. Í fyrstu virtist sem að Óli Njáll ætlaði ekki að dæma neitt en hann virtist fá orð í eyra frá aðstoðarmanni sínum og reif upp gula spjaldið. Guðný var því að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Keflavík tókst þó ekki að gera sér mat úr aukaspyrnunni sem að var á hættulegum stað. Auður Sveinbjörnsdóttir kom inn á milli stanganna hjá ÍBV og átti hún eftir að láta að sér kveða það sem eftir lifði leiks. Eyjakonur virtust fá einhverja auka orku við það að vera einum færri og pressuðu þær stíft á Keflavík. Það var síðan engin önnur en Auður Sveinbjörnsdóttir sem að þrumaði boltanum frá marki sínu, þvert yfir völlinn. Boltinn rataði á Þóru Björg Stefánsdóttir sem að keyrði á mark Keflavíkur og setti hann í hægra hornið og minnkaði muninn í 1-2. Antoinette Williams var næstum búin að jafna metin á 83. mínútu þegar að ÍBV fékk aukaspyrnu á miðjum velli. Antoinette gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í átt að marki Keflavíkur þar sem að boltinn endaði í slánni og þaðan yfir markið, þarna mátti litlu muna fyrir Keflavík. Eyjakonur héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur, einni færri. Það var Hanna Kallmaier sem að var í kjörstöðu til þess að sækja stig fyrir Eyjakonur á þriðju mínútu uppbótartíma þegar að fyrirgjöf barst á fjærstöng, en Hanna skallar hann rétt fram hjá markinu.Óli Njáll flautaði leikinn síðan af stuttu seinna og er ljóst að með þessum sigri kemst Keflavík upp úr fallsæti á markatölunni einni, en Fylkir sem að situr nú í fallsæti á markatölunni einni á leik til góða og mætir Selfoss á morgun. Af hverju vann Keflavík? Keflavík stjórnaði leiknum í 70. mínútur. Það var ekki fyrr en að ÍBV missir Guðný út af sem að þær virðast fá orku og vilja til þess að gera eitthvað í leiknum. Frá 70. mínútu má segja að Keflavík hafi verið heppnar að fá ekki mark á sig. Hverjar stóðu upp úr? Birgitta Hallgrímsdóttir var mjög lífleg í liði Keflavíkur, hún skoraði fyrsta mark Keflavíkur og var ein af ástæðum þess að Keflavík stjórnaði leiknum. Um það leyti sem að ÍBV vaknaði var þegar að Birgitta kom út af, en hún kom út af á 71. mínútu leiksins. Natasha var úti um allt á vellinum, hún tók þátt í sóknarleik Keflavíkur á köflum sem og stjórnaði hún liði sínu eins og herforingi í dag og á hrós skilið fyrir sinn leik. Hvað gekk illa? Eyjakonur mættu ekki til leiks fyrr en allt of seint. Þær náðu ekki að tengja saman sendingar og voru bara í brasi fyrstu 70. mínúturnar. Guðný Geirsdóttir átti ekki góðan dag í dag. Erfitt var að sjá hvort að það hafi verið brotið á henni í öðru marki Keflvíkinga en hún hefði hæglega getað gert betur. Hún fær gult spjald fyrir mótmæli sem að voru ekki að fara að breyta ákvörðun Óla Njáls og síðan annað gult fyrir brot á Birgittu Hallgrímsdóttur þar sem að hún var komin í skógarferð út úr teignum. Hvað gerist næst? Keflavík á erfitt verkefni fyrir höndum sér þegar að það fær Breiðablik í heimsókn 25. ágúst.ÍBV mætir á Selfoss 23. ágúst
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti