Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 15:14 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. „Um þessar mundir er starfsemi leikskóla og frístundaheimila í lamasessi vegna Covid-19 smita. Það verklag er nú viðhaft að loka heilum deildum og í einhverjum tilfellum nærliggjandi deildum ef upp koma smit á leikskólanum. Fullbólusettir foreldrar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessa auk annarra barna á heimilum landsins þar sem erfitt reynist að einangra útsett börn frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það blasir við að áþekk framvinda verður þegar grunn- og framhaldsskólar hefjast á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar er þess getið að ekki verði gerð tilraun til þess að leggja mat á læknis- og faraldsfræði. Hins vegar sé forvitnilegt að vísa til reynslu annarra þjóða, sem Ísland beri sig gjarnan saman við, og hvaða verklag þær hafa uppi til að bregðast við veirunni. Samtökin telji það fjarri lagi að aðeins ein leið sé til að takast á við faraldurinn. Sóttvarnalæknir sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð af Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að hraðpróf séu ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu á dögunum að honum finnist fólk binda of miklar vonir við hraðprófin. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér,“ sagði Þórólfur. Vísa til annarra landa Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins er vísað til þess að í Englandi og Norður-Írlandi þurfi fullbólusettir einstaklingar ekki að sæta sóttkví, hafi þeir komist í návígi við manneskju sem smitast hefur af Covid. Það sama eigi við um börn undir 18 ára aldri. „Í stað þess að fara í 10 daga sóttkví er þeim tilmælum beint til þeirra að taka PCR-próf, en þó er það ekki skylda. Þá er þeim ráðlagt að setja upp grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk og vera helst ekki í margmenni.“ Þá er bent á að í Danmörku sé það meginreglan að loka ekki skólum eða dagvistun þrátt fyrir að upp komi smit, nema það teljist útbreitt. Í Svíþjóð gildi þá engar sérstakar reglur um skóla heldur séu það tilmæli yfirvalda til fólks að fara varlega. Sé einstaklingur útsettur fyrir smiti beri hann ábyrgð á því að vera vakandi fyrir einkennum. Ef kennari smitist sé deildum ekki lokað og leikskólabörn séu ekki send í PCR próf. Í Noregi sé þá reynt eftir fremsta megni að forða börnum yngri en 18 ára frá sóttkví, þó reglur séu að öðru leyti áþekkar þeim íslensku. Stórkostlegt rask „Öll getum við sammælst um það að Íslendingar hafi staðið sig vel í baráttunni við veiruna. Varla þarf heldur að fjölyrða um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að óskertu skólastarfi eða nauðsyn þess að hér geti nokkurn veginn óraskað og eðlilegt atvinnulíf fengið að þrífast. Skólastarf var ekki takmarkað sérstaklega með framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, ef frá eru taldar sérreglur um grímunotkun,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Því er þá slegið föstu að með þeim ráðstöfunum um sóttkví sem nú eru viðhafðar sé alveg ljóst að stórkostlegar takmarkanir verði á skólahaldi í vetur, með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði. „Persónubundnar sóttvarnir og ábyrg hegðun í umgengni við veiruna munu nefnilega áfram reynast okkur farsælasta vopnið gegn Covid 19. Vísindin segja okkur að við munum þurfa að lifa með veirunni áfram. Ef ætlunin er ekki að lama hér skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið í heild, þarf að breyta reglunum. Hægt er að velja vægari úrræði en sóttkví heilu og hálfu árganganna í senn. Hraðpróf hljóta að koma til álita eins og hjá öðrum þjóðum. Dæmin frá nágrannalöndum okkar sýna að það er fleiri en ein leið í boði.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: Um þessar mundir er starfsemi leikskóla og frístundaheimila í lamasessi vegna Covid-19 smita. Það verklag er nú viðhaft að loka heilum deildum og í einhverjum tilfellum nærliggjandi deildum ef upp koma smit á leikskólanum. Fullbólusettir foreldrar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessa auk annarra barna á heimilum landsins þar sem erfitt reynist að einangra útsett börn frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það blasir við að áþekk framvinda verður þegar grunn- og framhaldsskólar hefjast á næstu dögum. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að leggja mat á læknis- og faraldsfræði. Hins vegar er forvitnilegt að vísa til reynslu annarra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við og hvaða verklag þær hafa uppi til að bregðast við vágestinum. Því fer fjarri lagi að það sé aðeins ein leið til að takast á við vandann. - Borgarar í Englandi og Norður-Írlandi sem teljast fullbólusettir gegn Covid-19 þurfa ekki lengur að fara í sóttkví ef þeir hafa komist í návígi við manneskju sem hefur sýkst af veirunni. Það sama á við um börn undir átján ára aldri. Í stað þess að fara í 10 daga sóttkví er þeim tilmælum beint til þeirra að taka PCR-próf, en þó er það ekki skylda. Þá er þeim ráðlagt að setja upp grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk og vera helst ekki í margmenni. - Í Danmörku er meginreglan sú að loka ekki skóla eða dagvistun þrátt fyrir að upp komi smit, með fyrirvara um að á því megi gera undantekningar ef smitið er útbreitt. - Í Svíþjóð gilda engar sérstakar reglur hvað skóla varðar heldur eru almenn tilmæli til fólks að fara varlega. Ef einstaklingur er útsettur fyrir smiti ber hann ábyrgð á því að vera vakandi yfir einkennum og ef kennari smitast er heilum deildum ekki lokað. Leikskólabörn eru ekki send í PCR-próf. - Í Noregi er reynt eftir fremsta megni að forða börnum yngri en 18 ára frá sóttkví en að öðru leyti eru reglur áþekkar og á Íslandi. Öll getum við sammælst um það að Íslendingar hafi staðið sig vel í baráttunni við veiruna. Varla þarf heldur að fjölyrða um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að óskertu skólastarfi eða nauðsyn þess að hér geti nokkurn veginn óraskað og eðlilegt atvinnulíf fengið að þrífast. Skólastarf var ekki takmarkað sérstaklega með framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, ef frá eru taldar sérreglur um grímunotkun. Með þeim ráðstöfunum um sóttkví sem nú eru viðhafðar er engu að síður ljóst að komandi vetur mun fela í sér stórkostlegar takmarkanir á skólahaldi með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði þeirra. Persónubundnar sóttvarnir og ábyrg hegðun í umgengni við veiruna munu nefnilega áfram reynast okkur farsælasta vopnið gegn Covid 19. Vísindin segja okkur að við munum þurfa að lifa með veirunni áfram. Ef ætlunin er ekki að lama hér skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið í heild, þarf að breyta reglunum. Hægt er að velja vægari úrræði en sóttkví heilu og hálfu árganganna í senn. Hraðpróf hljóta að koma til álita eins og hjá öðrum þjóðum. Dæmin frá nágrannalöndum okkar sýna að það er fleiri en ein leið í boði. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
„Um þessar mundir er starfsemi leikskóla og frístundaheimila í lamasessi vegna Covid-19 smita. Það verklag er nú viðhaft að loka heilum deildum og í einhverjum tilfellum nærliggjandi deildum ef upp koma smit á leikskólanum. Fullbólusettir foreldrar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessa auk annarra barna á heimilum landsins þar sem erfitt reynist að einangra útsett börn frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það blasir við að áþekk framvinda verður þegar grunn- og framhaldsskólar hefjast á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar er þess getið að ekki verði gerð tilraun til þess að leggja mat á læknis- og faraldsfræði. Hins vegar sé forvitnilegt að vísa til reynslu annarra þjóða, sem Ísland beri sig gjarnan saman við, og hvaða verklag þær hafa uppi til að bregðast við veirunni. Samtökin telji það fjarri lagi að aðeins ein leið sé til að takast á við faraldurinn. Sóttvarnalæknir sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð af Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að hraðpróf séu ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu á dögunum að honum finnist fólk binda of miklar vonir við hraðprófin. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér,“ sagði Þórólfur. Vísa til annarra landa Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins er vísað til þess að í Englandi og Norður-Írlandi þurfi fullbólusettir einstaklingar ekki að sæta sóttkví, hafi þeir komist í návígi við manneskju sem smitast hefur af Covid. Það sama eigi við um börn undir 18 ára aldri. „Í stað þess að fara í 10 daga sóttkví er þeim tilmælum beint til þeirra að taka PCR-próf, en þó er það ekki skylda. Þá er þeim ráðlagt að setja upp grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk og vera helst ekki í margmenni.“ Þá er bent á að í Danmörku sé það meginreglan að loka ekki skólum eða dagvistun þrátt fyrir að upp komi smit, nema það teljist útbreitt. Í Svíþjóð gildi þá engar sérstakar reglur um skóla heldur séu það tilmæli yfirvalda til fólks að fara varlega. Sé einstaklingur útsettur fyrir smiti beri hann ábyrgð á því að vera vakandi fyrir einkennum. Ef kennari smitist sé deildum ekki lokað og leikskólabörn séu ekki send í PCR próf. Í Noregi sé þá reynt eftir fremsta megni að forða börnum yngri en 18 ára frá sóttkví, þó reglur séu að öðru leyti áþekkar þeim íslensku. Stórkostlegt rask „Öll getum við sammælst um það að Íslendingar hafi staðið sig vel í baráttunni við veiruna. Varla þarf heldur að fjölyrða um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að óskertu skólastarfi eða nauðsyn þess að hér geti nokkurn veginn óraskað og eðlilegt atvinnulíf fengið að þrífast. Skólastarf var ekki takmarkað sérstaklega með framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, ef frá eru taldar sérreglur um grímunotkun,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Því er þá slegið föstu að með þeim ráðstöfunum um sóttkví sem nú eru viðhafðar sé alveg ljóst að stórkostlegar takmarkanir verði á skólahaldi í vetur, með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði. „Persónubundnar sóttvarnir og ábyrg hegðun í umgengni við veiruna munu nefnilega áfram reynast okkur farsælasta vopnið gegn Covid 19. Vísindin segja okkur að við munum þurfa að lifa með veirunni áfram. Ef ætlunin er ekki að lama hér skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið í heild, þarf að breyta reglunum. Hægt er að velja vægari úrræði en sóttkví heilu og hálfu árganganna í senn. Hraðpróf hljóta að koma til álita eins og hjá öðrum þjóðum. Dæmin frá nágrannalöndum okkar sýna að það er fleiri en ein leið í boði.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: Um þessar mundir er starfsemi leikskóla og frístundaheimila í lamasessi vegna Covid-19 smita. Það verklag er nú viðhaft að loka heilum deildum og í einhverjum tilfellum nærliggjandi deildum ef upp koma smit á leikskólanum. Fullbólusettir foreldrar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessa auk annarra barna á heimilum landsins þar sem erfitt reynist að einangra útsett börn frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það blasir við að áþekk framvinda verður þegar grunn- og framhaldsskólar hefjast á næstu dögum. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að leggja mat á læknis- og faraldsfræði. Hins vegar er forvitnilegt að vísa til reynslu annarra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við og hvaða verklag þær hafa uppi til að bregðast við vágestinum. Því fer fjarri lagi að það sé aðeins ein leið til að takast á við vandann. - Borgarar í Englandi og Norður-Írlandi sem teljast fullbólusettir gegn Covid-19 þurfa ekki lengur að fara í sóttkví ef þeir hafa komist í návígi við manneskju sem hefur sýkst af veirunni. Það sama á við um börn undir átján ára aldri. Í stað þess að fara í 10 daga sóttkví er þeim tilmælum beint til þeirra að taka PCR-próf, en þó er það ekki skylda. Þá er þeim ráðlagt að setja upp grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk og vera helst ekki í margmenni. - Í Danmörku er meginreglan sú að loka ekki skóla eða dagvistun þrátt fyrir að upp komi smit, með fyrirvara um að á því megi gera undantekningar ef smitið er útbreitt. - Í Svíþjóð gilda engar sérstakar reglur hvað skóla varðar heldur eru almenn tilmæli til fólks að fara varlega. Ef einstaklingur er útsettur fyrir smiti ber hann ábyrgð á því að vera vakandi yfir einkennum og ef kennari smitast er heilum deildum ekki lokað. Leikskólabörn eru ekki send í PCR-próf. - Í Noregi er reynt eftir fremsta megni að forða börnum yngri en 18 ára frá sóttkví en að öðru leyti eru reglur áþekkar og á Íslandi. Öll getum við sammælst um það að Íslendingar hafi staðið sig vel í baráttunni við veiruna. Varla þarf heldur að fjölyrða um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að óskertu skólastarfi eða nauðsyn þess að hér geti nokkurn veginn óraskað og eðlilegt atvinnulíf fengið að þrífast. Skólastarf var ekki takmarkað sérstaklega með framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, ef frá eru taldar sérreglur um grímunotkun. Með þeim ráðstöfunum um sóttkví sem nú eru viðhafðar er engu að síður ljóst að komandi vetur mun fela í sér stórkostlegar takmarkanir á skólahaldi með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði þeirra. Persónubundnar sóttvarnir og ábyrg hegðun í umgengni við veiruna munu nefnilega áfram reynast okkur farsælasta vopnið gegn Covid 19. Vísindin segja okkur að við munum þurfa að lifa með veirunni áfram. Ef ætlunin er ekki að lama hér skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið í heild, þarf að breyta reglunum. Hægt er að velja vægari úrræði en sóttkví heilu og hálfu árganganna í senn. Hraðpróf hljóta að koma til álita eins og hjá öðrum þjóðum. Dæmin frá nágrannalöndum okkar sýna að það er fleiri en ein leið í boði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Um þessar mundir er starfsemi leikskóla og frístundaheimila í lamasessi vegna Covid-19 smita. Það verklag er nú viðhaft að loka heilum deildum og í einhverjum tilfellum nærliggjandi deildum ef upp koma smit á leikskólanum. Fullbólusettir foreldrar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessa auk annarra barna á heimilum landsins þar sem erfitt reynist að einangra útsett börn frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það blasir við að áþekk framvinda verður þegar grunn- og framhaldsskólar hefjast á næstu dögum. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að leggja mat á læknis- og faraldsfræði. Hins vegar er forvitnilegt að vísa til reynslu annarra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við og hvaða verklag þær hafa uppi til að bregðast við vágestinum. Því fer fjarri lagi að það sé aðeins ein leið til að takast á við vandann. - Borgarar í Englandi og Norður-Írlandi sem teljast fullbólusettir gegn Covid-19 þurfa ekki lengur að fara í sóttkví ef þeir hafa komist í návígi við manneskju sem hefur sýkst af veirunni. Það sama á við um börn undir átján ára aldri. Í stað þess að fara í 10 daga sóttkví er þeim tilmælum beint til þeirra að taka PCR-próf, en þó er það ekki skylda. Þá er þeim ráðlagt að setja upp grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk og vera helst ekki í margmenni. - Í Danmörku er meginreglan sú að loka ekki skóla eða dagvistun þrátt fyrir að upp komi smit, með fyrirvara um að á því megi gera undantekningar ef smitið er útbreitt. - Í Svíþjóð gilda engar sérstakar reglur hvað skóla varðar heldur eru almenn tilmæli til fólks að fara varlega. Ef einstaklingur er útsettur fyrir smiti ber hann ábyrgð á því að vera vakandi yfir einkennum og ef kennari smitast er heilum deildum ekki lokað. Leikskólabörn eru ekki send í PCR-próf. - Í Noregi er reynt eftir fremsta megni að forða börnum yngri en 18 ára frá sóttkví en að öðru leyti eru reglur áþekkar og á Íslandi. Öll getum við sammælst um það að Íslendingar hafi staðið sig vel í baráttunni við veiruna. Varla þarf heldur að fjölyrða um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að óskertu skólastarfi eða nauðsyn þess að hér geti nokkurn veginn óraskað og eðlilegt atvinnulíf fengið að þrífast. Skólastarf var ekki takmarkað sérstaklega með framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, ef frá eru taldar sérreglur um grímunotkun. Með þeim ráðstöfunum um sóttkví sem nú eru viðhafðar er engu að síður ljóst að komandi vetur mun fela í sér stórkostlegar takmarkanir á skólahaldi með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði þeirra. Persónubundnar sóttvarnir og ábyrg hegðun í umgengni við veiruna munu nefnilega áfram reynast okkur farsælasta vopnið gegn Covid 19. Vísindin segja okkur að við munum þurfa að lifa með veirunni áfram. Ef ætlunin er ekki að lama hér skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið í heild, þarf að breyta reglunum. Hægt er að velja vægari úrræði en sóttkví heilu og hálfu árganganna í senn. Hraðpróf hljóta að koma til álita eins og hjá öðrum þjóðum. Dæmin frá nágrannalöndum okkar sýna að það er fleiri en ein leið í boði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira