Innlent

Allt stopp á Heilsu­stofnun eftir að skjól­stæðingur greindist

Eiður Þór Árnason skrifar
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands.
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands. Heilsustofnun

Skjólstæðingur á Heilsustofnun í Hveragerði greindist með Covid-19 um hádegisbil í dag. Gert hefur verið hlé á öllu endurhæfingarstarfi vegna þessa á meðan unnið er að smitrakningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsustofnuninni. Ráðstafanirnar eru gerðar í samráði við sóttvarnaryfirvöld að sögn forsvarsmanna og er unnið að því að greina hvaða starfsmenn og skjólstæðingar fara í sóttkví.

„Heilsustofnun harmar að þurfa að fresta meðferð hjá skjólstæðingum og þeim óþægindum sem þetta kann að valda en þess má geta að ekki hefur áður borist smit inn á stofnunina frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×