Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:01 Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður Öryrkjabandalagsins. egill aðalsteinsson Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. „Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira