Við lækkum skatta og álögur Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson skrifa 17. ágúst 2021 22:30 Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ragnar Sigurðsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun