Lífið

Afhjúpa myndir af eldri Díönu og Karli í The Crown

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikararnir í gervi Karls og Díönu.
Leikararnir í gervi Karls og Díönu. Netflix

Bandaríska streymisveitan Netflix hefur birt myndir af leikurunum Elizabeth Debicki og Dominic West í gervi Díönu prinsessu og Karls Bretaprins í næstu þáttaröð The Crown.

Debicki og West taka við hlutverkunum af Emmu Corrin og Josh O' Connor sem léku yngri útgáfur af Díönu og Karli í fjórðu þáttaröð The Crown sem fjallar um Elísabetu II Bretlandsdrottningu og fjölskyldu hennar.

Tökur eru hafnar á fimmtu þáttaröðinni sem mun að öllum líkindum fjalla um tíunda áratuginn sem var tíðindamikill í lífi konungsfjölskyldunnar. Líklegt er að þáttaröðin muni fjalla um skilnað Karls og Díönu en óvíst er hvort hún muni ná til ársins 1997, þegar Díana lést í bílslysi.

Búist er við að fimmta þáttaröðin sé sú næstsíðasta í röðinni en þættirnir vinsælu hófu göngu sína árið 2016.


Tengdar fréttir

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Tíu mest sjokkerandi atriðin í The Crown

Nú eru komnar út fjórar þáttaraðir af The Crown, sögunni af Windsor-konungsfjölskyldunni en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.