Reykjalundur tekur við sjúklingum frá Landspítala sem þurfa sólarhringsþjónustu Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2021 09:32 Samið hefur verið um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. Vísir/Egill Samið hefur verið um að deild á Reykjalundi með tólf til fjórtán rúmum verði nýtt til fyrir sjúklinga sem munu flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt sé að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að sex vikur. Er samkomulagið gert til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á Landspítala vegna heimsfaraldursins. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira