Án mótmæla verða engar breytingar Bryndís Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:00 Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun