Sósíalísk byggðastefna gegn byggðareyðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Gunnar Smári Egilsson skrifar 19. ágúst 2021 07:31 Eitt af undrum íslenskra stjórnmála er hvers vegna fólk í landsbyggðarkjördæmum kýs þessa flokka enn, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn. Síðustu öld hafa þessir flokkar kynnt sig sem sérstaka verndara hinna dreifðari byggða án þess að hafa nokkru sinni staðið undir því. Byggðareyðing Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Á vakt þessara flokka hefur auður og völd streymt frá landsbyggðinni. Ákvarðanir um uppbyggingu samfélagsins eru ekki lengur teknar innan byggðanna heldur langt í burtu. Þar sem áður voru sjálfstæðir bæir er núna stærsti hluti fyrirtækjanna útibú stórfyrirtækja með höfuðstöðvar langt langt í burtu. Á vakt þessara flokka hafa samvinnufyrirtæki og bæjarútgerðir verið brotin niður, fyrirtæki sem voru í eigu íbúanna á staðnum og höfðu tryggt fjölskyldum atvinnu og afkomu áratugum saman. Á vakt þessara flokka hefur landbúnaður staðnað og ekki náð að svara kalli tímans um fjölbreyttari framleiðslu. Á vakt þessara flokka hefur heilbrigðiskerfið molnað niður svo að helsta áhyggjuefni fólks í smærri bæjum, jafnvel stærri bæjum, er læknaskortur og aðgengi að heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu. Á vakt þessara flokka hefur uppbygging grunnkerfa á borð við dreifingu rafmagns stöðvast svo langtíma rafmagnsleysi hefur skollið á stórum svæðum í óveðrum. Stór landsvæði búa ekki einu sinni við traust rafmagn á góðviðrisdögum. Á vakt þessara flokka hafa stjórnvöld gefist upp við uppbyggingu vegakerfisins og hefur nú uppi ráðagerðir um einkavæðingu veganna með tilheyrandi gjaldtöku, sem verða mun sérstakur landsbyggðarskattur. Á vakt þessara flokka hefur fólki á landsbyggðinni fækkað nær undantekningarlaust frá áratug til áratugar, aflið hefur verið dregið úr byggðunum. Og samt koma talsmenn þessara flokka út í byggðirnar fyrir hverjar kosningar og lofa fólki öllu fögru. Án þess að blikna segjast þeir ætla að verja byggðirnar og efla þótt þeim hafi mistekist það í hundrað ár. Hvar er vinstrið? Byggðastefna er krafa um valddreifingu, jöfnuð og réttlæti. Þetta eru klassískar kröfur vinstri manna, í raun kjarninn í sósíalískri baráttu. Einhverra hluta vegna hefur byggðastefna á Íslandi hins vegar verið hægra málefni. Sem útskýrir útkomuna. Hægri stefna er stefna þeirra sem lifa á samfélaginu og draga upp úr því fé, soga til sín afl þess og orku. Og það er einmitt það sem hefur verið hent byggðirnar hringinn í kringum landið. Ekki veit ég hvers vegna vinstri flokkarnir hafa litla, ef nokkra, áherslu lagt á byggðastefnu. En það á ekki við um Sósíalistaflokk Íslands. Hann ætlar sér að móta í samtali við alþýðuna um land allt það sem kallast sósíalísk byggðastefna, sem verða mun grunnur endurreisnar byggða um allt land. Sósíalísk byggðastefna Sósíalísk byggðastefna byggir á því að flytja völd út í byggðirnar og hverfa frá miðstýrðu ríkisvaldi nýfrjálshyggjuáranna. Sósíalísk byggðastefna byggir á því að flytja kvótann heim, færa valdið yfir auðlindum sjávar, sem almenningur barðist fyrir á síðustu öld, aftur út í byggðirnar. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að endurreisa samvinnuhugsjónina, byggja upp samvinnufélög sem verða munu hryggjasúlur öflugs atvinnulífs og þjónustu. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að byggja upp fjármálakerfi í héraði sem þjónar nærsamfélagi sínu en ekki aðeins allra stærstu fyrirtækjum landsins, þeim sem gleypt hafa smærri fyrirtæki um allt land. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum íbúum landsins, aðlaga kerfið að fólkinu en gera ekki kröfu um að það aðlagi sig kerfinu. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að allir landsmenn hafi sambærilegt aðgengi að fjarskiptum, orku, húshitun og öllum grunnkerfum samfélagsins. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að þjónusta við börn, aldraða, sjúka, fatlaða, langveika og annarra sem háðir eru félagslegum innviðum landsins sé sú sama hvar sem fólk býr. Allir hafa sama rétt, hvar sem þeir búa, vegna þess að fólk hefur sömu þarfir, hvar sem það býr. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að félagslegt húsnæði veður byggt um allt land svo fólk geti flutt þangað sem það kýs helst að búa. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að fólk um allt land hafi aðgengi að menningu og að þjónusta hins opinbera aðlagi sig að ólíkum byggðum. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að fólk geti unnið við það sem það kýs og búið þar sem það vill, að uppbygging byggðanna miðist við þarfir fólks, vonir og væntingar, en sé ekki haldið niðri af kerfum sem í raun hafa það markmið að draga afl úr landsbyggðinni. Sósíalistaflokkurinn er landsbyggðarflokkur Þótt Sósíalistaflokkurinn bjóði nú fram til Alþingis er meginmarkmið flokksins að byggja upp breiða og öfluga alþýðuhreyfingu, sem mun ná að byggja upp völd, sjálfstæði, afkomu og lífsgæði alþýðu manna. Til þess að það náist þurfum við að endurreisa verkalýðshreyfinguna sem baráttutæki almennings, endurvekja samvinnuhugsjónina og byggja á henni öflugt atvinnulíf og þjónustu, kveikja á virkri pólitískri þátttöku almennings og marka nýja sósíalíska byggðastefnu. Án slíkrar hreyfingar mun okkur ekki takast að ná neinum árangri. Og þessi hreyfing þarf að ná hringinn í kringum landið, við þurfum að sameina alþýðuna í þéttbýlinu fyrir sunnan við alþýðuna í dreifðari byggðum. Öfugt við það sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fram hefur alþýðan úti á landi og alþýðan á Suðvesturhorninu sömu hagsmuni. Þetta eru ekki andstæðingar hvors annars, heldur hefur alþýðan úti á landi og alþýðan fyrir sunnan sama andstæðing. Sem er auðvaldið sem hefur svipt alþýðuna fé, völdum og auðlindum. Og andstæðingar alþýðunnar eru líka flokkarnir sem segjast fyrir kosningar ætla að þjóna fólkinu og byggðunum en sem snúa sér að hinum ríku og valdamiklu daginn eftir kjördaga og þjóna þeim út kjörtímabilið. Þar til koma nýjar kosningar og flokkarnir halda aftur út í byggðirnar með sömu sviknu loforðin. Hundrað ár undir byggðastefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins er nóg. Í haust gefst fólki færi á að segja nei, takk við tilboði þessara flokka um áframhaldandi stöðnun og hnignun. Það er best gert með því að kjósa Sósíalistaflokkinn, eina flokkinn með byggðastefnu sem stillt er upp gegn byggðaeyðingarstefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Í raun eru bara þessir tveir valkostir í boði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Byggðamál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af undrum íslenskra stjórnmála er hvers vegna fólk í landsbyggðarkjördæmum kýs þessa flokka enn, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn. Síðustu öld hafa þessir flokkar kynnt sig sem sérstaka verndara hinna dreifðari byggða án þess að hafa nokkru sinni staðið undir því. Byggðareyðing Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Á vakt þessara flokka hefur auður og völd streymt frá landsbyggðinni. Ákvarðanir um uppbyggingu samfélagsins eru ekki lengur teknar innan byggðanna heldur langt í burtu. Þar sem áður voru sjálfstæðir bæir er núna stærsti hluti fyrirtækjanna útibú stórfyrirtækja með höfuðstöðvar langt langt í burtu. Á vakt þessara flokka hafa samvinnufyrirtæki og bæjarútgerðir verið brotin niður, fyrirtæki sem voru í eigu íbúanna á staðnum og höfðu tryggt fjölskyldum atvinnu og afkomu áratugum saman. Á vakt þessara flokka hefur landbúnaður staðnað og ekki náð að svara kalli tímans um fjölbreyttari framleiðslu. Á vakt þessara flokka hefur heilbrigðiskerfið molnað niður svo að helsta áhyggjuefni fólks í smærri bæjum, jafnvel stærri bæjum, er læknaskortur og aðgengi að heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu. Á vakt þessara flokka hefur uppbygging grunnkerfa á borð við dreifingu rafmagns stöðvast svo langtíma rafmagnsleysi hefur skollið á stórum svæðum í óveðrum. Stór landsvæði búa ekki einu sinni við traust rafmagn á góðviðrisdögum. Á vakt þessara flokka hafa stjórnvöld gefist upp við uppbyggingu vegakerfisins og hefur nú uppi ráðagerðir um einkavæðingu veganna með tilheyrandi gjaldtöku, sem verða mun sérstakur landsbyggðarskattur. Á vakt þessara flokka hefur fólki á landsbyggðinni fækkað nær undantekningarlaust frá áratug til áratugar, aflið hefur verið dregið úr byggðunum. Og samt koma talsmenn þessara flokka út í byggðirnar fyrir hverjar kosningar og lofa fólki öllu fögru. Án þess að blikna segjast þeir ætla að verja byggðirnar og efla þótt þeim hafi mistekist það í hundrað ár. Hvar er vinstrið? Byggðastefna er krafa um valddreifingu, jöfnuð og réttlæti. Þetta eru klassískar kröfur vinstri manna, í raun kjarninn í sósíalískri baráttu. Einhverra hluta vegna hefur byggðastefna á Íslandi hins vegar verið hægra málefni. Sem útskýrir útkomuna. Hægri stefna er stefna þeirra sem lifa á samfélaginu og draga upp úr því fé, soga til sín afl þess og orku. Og það er einmitt það sem hefur verið hent byggðirnar hringinn í kringum landið. Ekki veit ég hvers vegna vinstri flokkarnir hafa litla, ef nokkra, áherslu lagt á byggðastefnu. En það á ekki við um Sósíalistaflokk Íslands. Hann ætlar sér að móta í samtali við alþýðuna um land allt það sem kallast sósíalísk byggðastefna, sem verða mun grunnur endurreisnar byggða um allt land. Sósíalísk byggðastefna Sósíalísk byggðastefna byggir á því að flytja völd út í byggðirnar og hverfa frá miðstýrðu ríkisvaldi nýfrjálshyggjuáranna. Sósíalísk byggðastefna byggir á því að flytja kvótann heim, færa valdið yfir auðlindum sjávar, sem almenningur barðist fyrir á síðustu öld, aftur út í byggðirnar. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að endurreisa samvinnuhugsjónina, byggja upp samvinnufélög sem verða munu hryggjasúlur öflugs atvinnulífs og þjónustu. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að byggja upp fjármálakerfi í héraði sem þjónar nærsamfélagi sínu en ekki aðeins allra stærstu fyrirtækjum landsins, þeim sem gleypt hafa smærri fyrirtæki um allt land. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum íbúum landsins, aðlaga kerfið að fólkinu en gera ekki kröfu um að það aðlagi sig kerfinu. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að allir landsmenn hafi sambærilegt aðgengi að fjarskiptum, orku, húshitun og öllum grunnkerfum samfélagsins. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að þjónusta við börn, aldraða, sjúka, fatlaða, langveika og annarra sem háðir eru félagslegum innviðum landsins sé sú sama hvar sem fólk býr. Allir hafa sama rétt, hvar sem þeir búa, vegna þess að fólk hefur sömu þarfir, hvar sem það býr. Sósíalísk byggðastefna felur í sér að félagslegt húsnæði veður byggt um allt land svo fólk geti flutt þangað sem það kýs helst að búa. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að fólk um allt land hafi aðgengi að menningu og að þjónusta hins opinbera aðlagi sig að ólíkum byggðum. Sósíalísk byggðastefna miðar að því að fólk geti unnið við það sem það kýs og búið þar sem það vill, að uppbygging byggðanna miðist við þarfir fólks, vonir og væntingar, en sé ekki haldið niðri af kerfum sem í raun hafa það markmið að draga afl úr landsbyggðinni. Sósíalistaflokkurinn er landsbyggðarflokkur Þótt Sósíalistaflokkurinn bjóði nú fram til Alþingis er meginmarkmið flokksins að byggja upp breiða og öfluga alþýðuhreyfingu, sem mun ná að byggja upp völd, sjálfstæði, afkomu og lífsgæði alþýðu manna. Til þess að það náist þurfum við að endurreisa verkalýðshreyfinguna sem baráttutæki almennings, endurvekja samvinnuhugsjónina og byggja á henni öflugt atvinnulíf og þjónustu, kveikja á virkri pólitískri þátttöku almennings og marka nýja sósíalíska byggðastefnu. Án slíkrar hreyfingar mun okkur ekki takast að ná neinum árangri. Og þessi hreyfing þarf að ná hringinn í kringum landið, við þurfum að sameina alþýðuna í þéttbýlinu fyrir sunnan við alþýðuna í dreifðari byggðum. Öfugt við það sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fram hefur alþýðan úti á landi og alþýðan á Suðvesturhorninu sömu hagsmuni. Þetta eru ekki andstæðingar hvors annars, heldur hefur alþýðan úti á landi og alþýðan fyrir sunnan sama andstæðing. Sem er auðvaldið sem hefur svipt alþýðuna fé, völdum og auðlindum. Og andstæðingar alþýðunnar eru líka flokkarnir sem segjast fyrir kosningar ætla að þjóna fólkinu og byggðunum en sem snúa sér að hinum ríku og valdamiklu daginn eftir kjördaga og þjóna þeim út kjörtímabilið. Þar til koma nýjar kosningar og flokkarnir halda aftur út í byggðirnar með sömu sviknu loforðin. Hundrað ár undir byggðastefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins er nóg. Í haust gefst fólki færi á að segja nei, takk við tilboði þessara flokka um áframhaldandi stöðnun og hnignun. Það er best gert með því að kjósa Sósíalistaflokkinn, eina flokkinn með byggðastefnu sem stillt er upp gegn byggðaeyðingarstefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Í raun eru bara þessir tveir valkostir í boði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun