Innlent

Erilsamt að vanda hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Árni Sæberg skrifar
SJúkraflutningamenn klæðast Covid-galla við Covid-flutninga.
SJúkraflutningamenn klæðast Covid-galla við Covid-flutninga. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 142 sjúkraflutningum í gær. Í Facebookfærslu slökkviliðsins segir að fyrir nokkrum vikum hefðu svo margir sjúkraflutningar þótt til tíðinda en nú sé sá fjöldi „normið.“

36 sjúkraflutninganna voru forgangsflutningar og 27 voru vegna Covid-19. Svokallaðir Covid-flutningar eru stór ástæða þess að álag hefur aukist á sjúkraflutningamönnum höfuðborgarsvæðisins.

Auk sjúkraflutninganna 142 sinnti slökkviliðið sex útköllum vegna bruna en fimm þeirra voru vegna smábruna eða gruns um bruna.

Að sögn slökkviliðsins gekk gærdagurinn vel þrátt fyrir eril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×