Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur áherslu á að haldið verði áfram að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Að öðrum kosti geti kórónuveiran dreift sér hratt um samfélagið.
Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja ótækt að borgin ætli að færa kennslu barna í Fossvogsskóla í kjallara Víkingheimilisins í nokkrar vikur. Þeir saka borginia um að ganga á bak orða sinna.
Dómsmálaráðherra kemur fyrir allsherjar- og menntamálanefnd á morgun til þess að svara fyrir verklag við brottvísun hælisleitenda. Þingmaður Pírata segir sporin hræða eftir að fólki var vísað á götuna eftir að hafa neitað að fara í sýnatöku
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf á hádegi sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.