Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 19. ágúst 2021 20:17 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar. Stöð 2 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira