Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2021 22:05 Víkingar eru nú jafnir Valsmönnum á toppi Pepsi Max deildar karla. Vísir/Hulda Margrét Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-0. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. Leikurinn byrjaði nú ekki vel en Erlingur Agnarsson og Haukur Páll Sigurðsson lentu í harkalegu samstuði sem á endanum varð til þess að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn. Þegar leikurinn fór síðan af stað þá var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Víkingur átti frábæra frammistöðu og settu Valsmenn í raun og veru á hælana, gengu á lagið og rúlluðu yfir þá. Á löngum köflum litu heimamenn út fyrir að vera topp liðið að berjast við lið í neðri helming deildarinnar. Yfirburðirnir voru algjörir. Víkingur skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Kwame Quee opnaði markareikning heimamanna með skalla á 23. mínútu leiksins. Boltinn var látinn ganga frá hægri kanti yfir á vinstri þar sem Atli Barkar sendi á Pablo Punyed sem lék á einn varnarmann og sendi fyirr og þar var Kwame aftur mættur og skallaði boltann undir og eiginlega í gegnum klofið á Hannesi. Hannes er væntanlega ósáttur því þetta var beint á hann en niður í jörðina. Fimm mínútum síðar var forskotið tvöfaldað en þar var á ferðinni maður leiksins, Viktor Örlygur Arnarsson. Hann fékk boltann á miðjum vellinum og hélt honum á lofti nánast alla leið að vítateig Valsmanna áður en hann tók boltann niður, sólaði varnarmenn og lúðraði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Hannes og staðan 2-0. Færin héldu áfram að koma fyrir heimamenn og ég hugsa að eina sem Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gat verið ósáttur við var að vera ekki meira yfir. Staðan var því 2-0 í hálfleik og í þeirri stöðu voru Víkingur á toppi deildarinnar sökum markatölu. Í seinni hálfleik þá náðu Valsmenn að komast meira inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér neitt að ráði. Víkingur gerði vel í að verjast og sækja hratt á andstæðinga sína og með réttu hefðu heimamenn átt að skora frekar en Valsmenn í seinni hálfleik. Valsmenn höfðu boltann meirihluta seinni hálfleiks en það hefur aldrei unnið fótboltaleiki en færin hjá þeim létu á sér standa. Í uppbótartíma náðu Valsmenn sárabótarmarki inn en þar var á ferðinni Kaj Leo Bartalsstovu á ferðinni eftir mikinn darraðadans í teig heimamanna. Lokaflautið gall síðan og aðdáendur Víkings trylltust úr fögnuði og áttu þeir það svo sannarlega skilið. Leikmenn Víkings fögnuðu líka innilega og gerðu það með áhorfendum þannig að stemmningin hjá Víking er heldur betur góð þessa dagana og er það skiljanlegt. Þeir eru jafnir á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir. Kári Árnason fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Víkingur? Mikið er talað um þessa dagana klisjurnar í fótboltanum. Í dag gæti ég notað að Víkingur vildi þetta bara mikið meira og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það sýndi sig í því hvernig þeir skóluðu Valsmenn til á vellinum og eins og þjálfari Valsmanna komst að orði í viðtali þá urðu hans menn bara litlir og mættu ekki til leiks. Í dag dugðu mörkin tvö sem Víkingur skoraði til sigurs en þau hefðu sannarlega getað orðið fleiri. Valsmenn voru heppnir að ná inn einu marki en mörk Valsmanna hefðu getað og áttu í raun að vera færri. Bestur á vellinum? Arnar Gunnlaugsson sagði að hann hefði verið með 11 hetjur á vellinum í kvöld og það er hægt að taka undir það. Til að velja einn þá erum við sammála Arnari með að velja Viktor Örlyg Andrason en hann skoraði mark og hann ásamt Pablo Punyed réðu lögum og lofum á miðjunni í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fagnar sigri sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Val gekk mjög illa að spila fótbolta á löngum köflum í kvöld. Sköpuðu sér mjög fá færi og Vikingur valtaði yfir þá. Ef það er hægt að segja að eitthvað hafi gengið illa hjá Víkingum þá hafi það verið færa nýtingin. Allavega í þrígang voru þeir einir á móti markverði en nýttu ekki þau færi. Það slapp til í kvöld. Hvað næst? Leikar æsast. Valur er eftst með 36 stig eins og Víkingur og Breiðablik er svo í þriðja sæti með 35 stig en leik til góða. Hann verður leikinn í miðri viku og geta Blikar verið á toppi deildarinnar þegar næsta umferð verður leikin. Þá mæta Víkingur FH í Kaplakrika og Valsmenn Stjörnunni. Baráttan um titilinn er langt í frá búin. Heimir Guðjónsson: Menn voru bara hræddir Himir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að Víkingar hafi einfaldlega verið betri í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Valsmanna var að vonum ósáttur við sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. Hann var á því að menn væru litlir í sér. Hann var spurður að því hvað hafi verið að í kvöld. „Við náttúrlega mættum aldrei í þennan fyrri hálfleik og þeir voru bara mikið betri á öllum sviðum knattspyrnunar. Voru mikið betri í grunnvinnunni. Unnu seinni boltann og voru nær mönnunum sínum á meðan við gerðum ekkert af því. Við vorum bara ekki klárir í þessi átök og svo þegar leið á þá minnkuðum við og minnkuðum og vorum heppnir að sleppa inn í hálfleik í stöðunni 2-0. Seinni hálfleikurinn var svo betri.“ Næst var Heimir spurður að því hver ástæðan væri fyrir frammistöðunni í fyrri hálfleik. „Ég var að segja það. Menn voru bara hræddir.“ Valsmenn komu aðeins til baka í seinni hálfleik en það féll ekkert með þeim. „Við erum á erfiðum útivelli og við vorum búnir að grafa okkur holu. Svo vildi bara enginn fá boltann. Menn voru bara í feluleik. Ef þú vilt ekki fá boltann í svona leikjum þá náttúrlega lendir þú í veseni. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri en svo er það þetta, eftir að ég tók við liðinu þá var heimavallargrýla þegar ég mætti á svæðið. Við höfum ekki tapað heima en nú stefnir í að það verði einhver útivallargrýla, við töpuðum ekki útivallarleik í fyrra en erum núna búnir að tapa fjórum. Menn verða að fara að átta sig á stöðunni.“ Heimir gerði þrefalda skiptingu í leiknum og voru mennirnir sem voru teknir út af þrír af stærri leikmönnum liðsins og var Heimir spurður út í afhverju svo hefði verið. Svarið var að hann hefði viljað ferska fætur inn á því fjarað hefði undan liðinu í seinni háfleik eftir fína byrjun. Það stefnir allt í æsilega baráttu um titilinn og var Heimir beðinn um að meta stöðuna fyrir loka átökin. „Þessi úrslit eru góð fyrir áhorfendur. Það er komin spenna í þetta og Blikarnir geta komist á toppinn í miðri viku en í svona baráttu er alltaf farsælast að hugsa um sjálfan sig og við verðum að fara yfir það afhverju við mætum ekki til leiks í topp slag og undirbúa okkur undir leikinn við Stjörnuna. Við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur
Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-0. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. Leikurinn byrjaði nú ekki vel en Erlingur Agnarsson og Haukur Páll Sigurðsson lentu í harkalegu samstuði sem á endanum varð til þess að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn. Þegar leikurinn fór síðan af stað þá var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Víkingur átti frábæra frammistöðu og settu Valsmenn í raun og veru á hælana, gengu á lagið og rúlluðu yfir þá. Á löngum köflum litu heimamenn út fyrir að vera topp liðið að berjast við lið í neðri helming deildarinnar. Yfirburðirnir voru algjörir. Víkingur skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Kwame Quee opnaði markareikning heimamanna með skalla á 23. mínútu leiksins. Boltinn var látinn ganga frá hægri kanti yfir á vinstri þar sem Atli Barkar sendi á Pablo Punyed sem lék á einn varnarmann og sendi fyirr og þar var Kwame aftur mættur og skallaði boltann undir og eiginlega í gegnum klofið á Hannesi. Hannes er væntanlega ósáttur því þetta var beint á hann en niður í jörðina. Fimm mínútum síðar var forskotið tvöfaldað en þar var á ferðinni maður leiksins, Viktor Örlygur Arnarsson. Hann fékk boltann á miðjum vellinum og hélt honum á lofti nánast alla leið að vítateig Valsmanna áður en hann tók boltann niður, sólaði varnarmenn og lúðraði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Hannes og staðan 2-0. Færin héldu áfram að koma fyrir heimamenn og ég hugsa að eina sem Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gat verið ósáttur við var að vera ekki meira yfir. Staðan var því 2-0 í hálfleik og í þeirri stöðu voru Víkingur á toppi deildarinnar sökum markatölu. Í seinni hálfleik þá náðu Valsmenn að komast meira inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér neitt að ráði. Víkingur gerði vel í að verjast og sækja hratt á andstæðinga sína og með réttu hefðu heimamenn átt að skora frekar en Valsmenn í seinni hálfleik. Valsmenn höfðu boltann meirihluta seinni hálfleiks en það hefur aldrei unnið fótboltaleiki en færin hjá þeim létu á sér standa. Í uppbótartíma náðu Valsmenn sárabótarmarki inn en þar var á ferðinni Kaj Leo Bartalsstovu á ferðinni eftir mikinn darraðadans í teig heimamanna. Lokaflautið gall síðan og aðdáendur Víkings trylltust úr fögnuði og áttu þeir það svo sannarlega skilið. Leikmenn Víkings fögnuðu líka innilega og gerðu það með áhorfendum þannig að stemmningin hjá Víking er heldur betur góð þessa dagana og er það skiljanlegt. Þeir eru jafnir á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir. Kári Árnason fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Víkingur? Mikið er talað um þessa dagana klisjurnar í fótboltanum. Í dag gæti ég notað að Víkingur vildi þetta bara mikið meira og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það sýndi sig í því hvernig þeir skóluðu Valsmenn til á vellinum og eins og þjálfari Valsmanna komst að orði í viðtali þá urðu hans menn bara litlir og mættu ekki til leiks. Í dag dugðu mörkin tvö sem Víkingur skoraði til sigurs en þau hefðu sannarlega getað orðið fleiri. Valsmenn voru heppnir að ná inn einu marki en mörk Valsmanna hefðu getað og áttu í raun að vera færri. Bestur á vellinum? Arnar Gunnlaugsson sagði að hann hefði verið með 11 hetjur á vellinum í kvöld og það er hægt að taka undir það. Til að velja einn þá erum við sammála Arnari með að velja Viktor Örlyg Andrason en hann skoraði mark og hann ásamt Pablo Punyed réðu lögum og lofum á miðjunni í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fagnar sigri sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Val gekk mjög illa að spila fótbolta á löngum köflum í kvöld. Sköpuðu sér mjög fá færi og Vikingur valtaði yfir þá. Ef það er hægt að segja að eitthvað hafi gengið illa hjá Víkingum þá hafi það verið færa nýtingin. Allavega í þrígang voru þeir einir á móti markverði en nýttu ekki þau færi. Það slapp til í kvöld. Hvað næst? Leikar æsast. Valur er eftst með 36 stig eins og Víkingur og Breiðablik er svo í þriðja sæti með 35 stig en leik til góða. Hann verður leikinn í miðri viku og geta Blikar verið á toppi deildarinnar þegar næsta umferð verður leikin. Þá mæta Víkingur FH í Kaplakrika og Valsmenn Stjörnunni. Baráttan um titilinn er langt í frá búin. Heimir Guðjónsson: Menn voru bara hræddir Himir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að Víkingar hafi einfaldlega verið betri í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Valsmanna var að vonum ósáttur við sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. Hann var á því að menn væru litlir í sér. Hann var spurður að því hvað hafi verið að í kvöld. „Við náttúrlega mættum aldrei í þennan fyrri hálfleik og þeir voru bara mikið betri á öllum sviðum knattspyrnunar. Voru mikið betri í grunnvinnunni. Unnu seinni boltann og voru nær mönnunum sínum á meðan við gerðum ekkert af því. Við vorum bara ekki klárir í þessi átök og svo þegar leið á þá minnkuðum við og minnkuðum og vorum heppnir að sleppa inn í hálfleik í stöðunni 2-0. Seinni hálfleikurinn var svo betri.“ Næst var Heimir spurður að því hver ástæðan væri fyrir frammistöðunni í fyrri hálfleik. „Ég var að segja það. Menn voru bara hræddir.“ Valsmenn komu aðeins til baka í seinni hálfleik en það féll ekkert með þeim. „Við erum á erfiðum útivelli og við vorum búnir að grafa okkur holu. Svo vildi bara enginn fá boltann. Menn voru bara í feluleik. Ef þú vilt ekki fá boltann í svona leikjum þá náttúrlega lendir þú í veseni. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri en svo er það þetta, eftir að ég tók við liðinu þá var heimavallargrýla þegar ég mætti á svæðið. Við höfum ekki tapað heima en nú stefnir í að það verði einhver útivallargrýla, við töpuðum ekki útivallarleik í fyrra en erum núna búnir að tapa fjórum. Menn verða að fara að átta sig á stöðunni.“ Heimir gerði þrefalda skiptingu í leiknum og voru mennirnir sem voru teknir út af þrír af stærri leikmönnum liðsins og var Heimir spurður út í afhverju svo hefði verið. Svarið var að hann hefði viljað ferska fætur inn á því fjarað hefði undan liðinu í seinni háfleik eftir fína byrjun. Það stefnir allt í æsilega baráttu um titilinn og var Heimir beðinn um að meta stöðuna fyrir loka átökin. „Þessi úrslit eru góð fyrir áhorfendur. Það er komin spenna í þetta og Blikarnir geta komist á toppinn í miðri viku en í svona baráttu er alltaf farsælast að hugsa um sjálfan sig og við verðum að fara yfir það afhverju við mætum ekki til leiks í topp slag og undirbúa okkur undir leikinn við Stjörnuna. Við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti