Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 17:30 Tom Brady er á fullu að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Douglas P. DeFelice Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída. NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída.
NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira