Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 11:42 Kirsuberjatré í bænum Nianhuawan í Jiangsu-héraði í Kína. Til stendur að gróðusetja tré af ýmsu tagi í stórum stíl í Kína til að ná loftslagsmarkmiðum landsins á næstu árum. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér. Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér.
Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48