„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:46 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22
Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42