Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 17:09 Skólastarf er nú að hefjast víða um land í skugga faraldurs. vísir/vilhelm Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira