Hoffenheim vann lið Vals í undanúrslitum riðilsins á meðan AC Milan vann Zurich frá Sviss en riðillinn er leikinn í svissnesku höfuðborginni. Valur vann Zurich í leik um þriðja sætið fyrr í dag.
Guðný byrjaði á varamannabekk AC Milan og kom ekki við sögu í leiknum. Þær þýsku komust yfir með marki Jule Brand á 36. mínútu og Isabella Hartig tryggði 2-0 sigurinn með öðru markinu á 59. mínútu.
Hoffenheim er því komið áfram í 2. umferð Meistaradeildarinnar en sigur í einvígi þar tryggir sæti í riðlakeppninni.