Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 20. ágúst 2021 21:51 Áslaug átti fund með fulltrúum næturlífsins í dag. En hvenær fær fólk aftur að djamma? stöð 2 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum. Hún getur þá ekki tekið undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að best væri að halda hér svipuðum takmörkunum og nú eru í gildi á meðan faraldurinn geisar enn í heiminum. „Ég get ekki tekið undir þær tillögur til lengri tíma, nei. Ég held að allar þessar takmarkanir þurfi að hugsast til skamms tíma, enda er lagaheimildin einungis til þess að taka ákvarðanir miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma,“ sagði Áslaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Á meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur fram í minnisblaðinu er að skemmtistaðir verði áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Veitingabransinn segir þetta blauta tusku framan í andlit veitingamanna og jafnvel dauðadóm yfir þeim sem halda úti skemmtistöðum. „Það hlýtur að vera markmið okkar allra að koma lífinu í sem eðlilegast horf og minnka takmarkanir, hvort sem það er á skólahaldi eða annarri atvinnustarfsemi eins og skemmtanahaldi,“ segir Áslaug. Hún sat fund með SVEIT í dag. Hvað höfðu veitingamenn að segja? „Þar voru bara mjög lausnarmiðaðar beiðnir um fólk sem er að vinna í atvinnustarfsemi með marga í vinnu sem vilja vinna með okkur og koma með lausnir,“ segir ráðherrann. „Það eru sömu lausnir og maður hefur verið að reifa og velta upp um hraðpróf og sjálfspróf og hvort ekki sé hægt að finna aðrar leiðir en að detta kannski í sama far og við gerðum áður en við höfðum svo bólusetta þjóð eins og við höfum núna.“ Munt þú beita þér fyrir þessum lausnum í ríkisstjórninni? „Við erum á fullu að ræða þessar lausnir í ríkisstjórninni og munum halda því áfram að reyna að leita annarra leiða og lausna til þess að grípa ekki til mestu íþyngjandi takmarkana hverju sinni.“ Hún segist þá ekki sjá fram á að tillögur Þórólfs nái fram að ganga. Það sé ekki lagaheimild fyrir heilbrigðisráðherra að taka ákvarðanir til svo langrar framtíðar. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Hún getur þá ekki tekið undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að best væri að halda hér svipuðum takmörkunum og nú eru í gildi á meðan faraldurinn geisar enn í heiminum. „Ég get ekki tekið undir þær tillögur til lengri tíma, nei. Ég held að allar þessar takmarkanir þurfi að hugsast til skamms tíma, enda er lagaheimildin einungis til þess að taka ákvarðanir miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma,“ sagði Áslaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Á meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur fram í minnisblaðinu er að skemmtistaðir verði áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Veitingabransinn segir þetta blauta tusku framan í andlit veitingamanna og jafnvel dauðadóm yfir þeim sem halda úti skemmtistöðum. „Það hlýtur að vera markmið okkar allra að koma lífinu í sem eðlilegast horf og minnka takmarkanir, hvort sem það er á skólahaldi eða annarri atvinnustarfsemi eins og skemmtanahaldi,“ segir Áslaug. Hún sat fund með SVEIT í dag. Hvað höfðu veitingamenn að segja? „Þar voru bara mjög lausnarmiðaðar beiðnir um fólk sem er að vinna í atvinnustarfsemi með marga í vinnu sem vilja vinna með okkur og koma með lausnir,“ segir ráðherrann. „Það eru sömu lausnir og maður hefur verið að reifa og velta upp um hraðpróf og sjálfspróf og hvort ekki sé hægt að finna aðrar leiðir en að detta kannski í sama far og við gerðum áður en við höfðum svo bólusetta þjóð eins og við höfum núna.“ Munt þú beita þér fyrir þessum lausnum í ríkisstjórninni? „Við erum á fullu að ræða þessar lausnir í ríkisstjórninni og munum halda því áfram að reyna að leita annarra leiða og lausna til þess að grípa ekki til mestu íþyngjandi takmarkana hverju sinni.“ Hún segist þá ekki sjá fram á að tillögur Þórólfs nái fram að ganga. Það sé ekki lagaheimild fyrir heilbrigðisráðherra að taka ákvarðanir til svo langrar framtíðar.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48