Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Evrópusambandið hefur keypt 55 þúsund skammta af lyfinu til prófana. getty/Paul Hennessy/SOPA Images Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira