Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2021 13:13 Valdimar Hafsteinsson, formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er jafnframt forstjóri Kjörís í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum." Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum."
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira