Hallbera var í byrjunarliði AIK líkt og venja er fyrir og spilaði allan leikinn. Markalaust var í hálfleik en Linda Hallin kom AIK í forystu á 67. mínútu leiksins.
Meira var ekki skorað og AIK vann 1-0 sigur, sinn fyrsta í langan tíma.
AIK hafði fyrir leik dagsins leikið fimm leiki í röð í deildinni án sigurs en sá síðasti kom þann 5. júní gegn Örebro. Eftir fjögur töp í röð náðist jafntefli við Íslendingalið Kristianstad og nú kom sigur.
AIK fer með sigrinum úr ellefta sæti upp í það níuna með 13 stig. Lítil hætta er á að liðið falli, frekar en önnur í kring, þar sem aðeins eitt lið fellur og Växjö er langneðst í deildinni með fjögur stig, sex á eftir Piteå sem er þar fyrir ofan.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.